Skip to Content

Stefnumótun félagsins

Stefnumótun

Knattspyrnufélag Fjallabyggðar

Barna og unglingaráð

Hlutverk

Hlutverk barna og unglingráðs er að bera faglega, félagslega og fjárhagslega ábyrgð á barna og unglingstarfi knattspyrnudeildar KF. Barna og unglingaráði er gert að starfrækja kraftmikið, vaxandi og metnaðarfullt barna og unglingastarf. Undir barna og unglingaráði tilheyra 8.-3. flokkur karla og kvenna. Ráðið skal funda a.m.k. einu sinni í mánuði með framkvæmdastjóra félagsins. Einn aðili úr barna og unglingaráðinu skal sitja í stjórn félagsins.

Helstu verkefni barna og unglingráðs KF

... annast daglegan rekstur yngri flokka, greiða laun yfirþjálfara og þjálfara.

...sjá um ráðningu yfirþjálfara.

...sjá um ráðningar þjálfara í samstarfi við yfirþjálfara.

...já um ráðningar aðstoðaþjálfara að fenginni umsögn yfirþjálfara og þjálfara.

...styðja þjálfara félagsins í starfi sínu og jafnframt veita þeim nauðsynlegt aðhald.

...sjá til þess að þjálfarar sæki þjálfaranámskeið á vegum KSÍ.

...sjá til þess að þjálfarar fái nauðsynlegan klæðnað til að klæðast á æfingum, í leikjum og í keppnisferðalögum.

...skipuleggja lokahóf yngri flokka KF.

...umsjón með uppsetningu æfingatöflu.

...halda utan um eigur deildarinnar sem tengjast yngri flokkum.

...leggja til keppnisbúninga, æfingavesti, bolta, boltanet, keilur, sjúkratöskur og annan sameiginlegan búnað yngri flokka.

...stjórna fjármálum barna og unglingadeildar félagsins, gera fjárhagsáætlanir ásamt bókhalds- og fjárhagslegu aðhaldi.

...sjá um innheimtu æfingagjalda iðkenda.

...funda með foreldrum allra flokka að minnsta kosti tvisvar á ári þar sem farið er yfir starfið.

...sjá til þess að foreldraráð séu mynduð hjá hverjum flokki.

 

Hlutverk yfirþjálfara

Yfirþjálfari hefur yfirumsjón með faglegu starfi yngri flokka knattspyrnudeildar. Hann skipuleggur hvert tímabil m.t.t. þjálfunarstefnu deildarinnar og veitir þjálfurum ráðgjöf og aðhald varðandi þjálfun. Hann sér til þess að ársáætlanir séu gerðar fyrir alla flokka og að þeim sé fylgt eftir. Hann stuðlar einnig að auknu upplýsingaflæði milli þjálfara og forráðamanna og þjálfara og stjórnar barna og unglingráðs.

Hlutverk þjálfara

...hefur yfirumsjón með öllu starfi síns flokks.

...sér um þjálfun og stjórnun á æfingum, leikjum og keppnisferðum síns flokks.

...skilar af sér í lok tímabils starfsskýrslu til yfirþjálfara.

...kynnir fyrir forráðamönnum og iðkendum í upphafi tímabils markmið og æfingaáherslur tímabilsins ásamt móta og leikjaáætlun.

...heldur utanum mætingarlista síns flokks.

...hefur til umráða bolta, vesti og annan búnað fyrir sinn flokk. Ber ábyrgð á þessum búnaði.

...sér til þess að staðgengill sé til staðar ef hann forfallast.

...sér um að boða iðkendur á leiki og mót og upplýsir þá ef breytingar verða á æfingatímum.

...klæðist KF merktum fatnaði í öllum leikjum á vegum félagsins. Barna og unglingaráð leggur til fatnað.

...stuðlar að því að uppbyggilegur og heilbrigður félagsandi sé til staðar innan flokksins.

...fylgir eftir forvarnar- og jafnréttisáætlun deildarinnar. Sérstaka áherslu er lögð á það að vel sé fylgst með einelti.

...ber ábyrgð á að leikskýrslur séu útfylltar fyrir leiki samkvæmt lögum KSÍ.

...stuðlar að því að framkoma og hegðun iðkenda sé félaginu til sóma á æfingum, leikjum, keppnisferðum eða öðrum þeim stundum sem iðkendur koma saman í nafni félagsins.

...taki mögulega agavandamál föstum tökum í samráði við forráðamenn viðkomandi iðkenda og yfirþjálfara.

...hefur frumkvæði að því að koma á æfingaleikjum eftir þörfum.

...sendir framkvæmdastjóra reglulega fréttir af starfinu til birtingar á heimasíðu félagsins.

 

 

Foreldraráð

Í byrjun hvers starfsárs skal boða foreldra hvers flokks til funda.  Á fundinum skal kjósa í foreldraráð, sem skal samanstanda af 2 aðilum, og skal kjósa 1 fulltrúar úr hvorum árgangi.

Helstu verkefni

...ber ábyrgð á skipulagning og utanumhald með fjáröflunum viðkomandi flokks.

...að miðla upplýsingum um fjáraflanir til foreldra.

...skipulag leikja og móta er á höndum þjálfara, nema þeir leiti til foreldraráðs eftir aðstoð.

...alda utanum þátttökulista iðkenda

...að miðla upplýsingum til foreldra í samvinnu við þjálfara

...innheimtu þátttökugjalda af iðkendum

...kipuleggja og manna fararstjórn.

...uppihald sé með fullnægjandi hætti, t.d. aukamáltíðir og athuga með sérþarfir iðkenda.

...athuga með aðrar sérþarfir iðkenda s.s. ofnæmi eða lyf og tryggja í samvinnu við viðkomandi foreldra úrlausn.

...að vera þjálfurum innan handar með önnur mál er upp kunna að koma varðandi ferðina.

...stuðla að jákvæðri og uppbyggilegri hvatningu foreldra

...vetja foreldra til að mæta á leiki sem börnin taka þátt í.

...skipuleggja í samstarfi við þjálfara uppá komur tengdar leikjum.

...kipuleggja uppákomur utan fótboltavallarins.

...vera tengiliður milli iðkenda, foreldra, þjálfara og yfirþjálfara ef með þarf.

 

YNGRI FLOKKAR KF

 

Skráning í félagið  KF býður börnum á aldrinum 6-16 ára velkomin til æfinga með félaginu.

Æfingatímabil  Hvert tímabil er um 11 mánuði og hefst nýtt tímabil um miðjan september ár hvert.

Flokkar Í hverjum flokki eru tveir árgangar. Upplýsingar um æfingatíma og flokkaskiptingu má finna á heimsíðu félagsins.

Æfingagjöld  Upplýsingar um æfingagjöld hvers flokks má finna á heimasíðu félagsins. 

 

Hlutverk

...að veita áhugasömum börnum og unglingum í Fjallabyggð tækifæri til að stunda knattspyrnu.

... leggja áherlsu á félagsleg og uppeldisleg gildi knattspyrnuiðkunar ásamt því að allir fái tækifæri til að þroska sig sem einstakling og taki framförum.

...að til verði fjölhæfir knattspyrnu- og félagsmenn, hvort heldur sem þeir iðki knattspyrnu sem tómstundargaman, til að ná árangri í keppni eða til að sinna almennum félagsstörfum.

...að setja gleðina í öndvegi. Við viljum vera í jákvæðu og uppbyggilegu umhverfi.

...að æfingin skapar meistarann. Við náum framförum með góðri ástundun og þrautseigju.

...að bera virðingu fyrir sjálfum okkur, samherjum, mótherjum og félaginu.

 

Markmið

KF býður  uppá skipulagða og markvissa knattspyrnuþjálfun þar sem allir iðkendur fá verkefni við sitt hæfi og tækifæri til þess að ná framförum. Að byggja upp góðan liðsanda með því að skapa jákvætt og uppbyggilegt andrúmsloft þar sem iðkendum gefst kostur á því að efla félagsþroska sinn. Áhersla er lögð á fræðslu og forvarnir og að stuðla að virkri þátttöku foreldra/forráðamanna í starfinu öllu.

...að allir fái þjálfun við hæfi.

...að lögð sé áhersla á framfarir einstaklinga og flokka.

...að veita afreksfólki tækifæri til að vaxa og dafna.

...að aðstaða til æfinga verði eins og best er á kosið.

...að þjálfarar séu vel menntaðir, faglegir og færir.

...að skila leikmönnum upp í meistararflokk

...að virk foreldraráð séu starfandi í öllum flokkum.

...að boðið sé uppá skemmtun/fræðslu samhliða þjálfun

...að efla upplýsingaflæði innan deildarinnar og félagsins í heild.

...að þjálfa upp fólk til starfa innan deildarinnar

...að efla félagsþroska iðkenda.

...að starfa eftir jafnréttis-, siða- og forvarnaáætlun deildarinnar.

 

ÞJÁLFUN KF

ÞJÁLFUNARSTEFNA KF

Er að bjóða uppá skipulagða og markvissa knattspyrnuþjálfun þar sem allir iðkendur fá verkefni við sitt hæfi og tækifæri til þess að ná framförum.

Útfærslan ársáætlun-mánaðaráætlun-vikuáætlun tímaseðill

Stefnuyfirlýsing KSÍ um þjálfun barna og unglinga

Knattspyrnuiðkun skal vera þroskandi líkamlega, félagslega og sálrænt

Stefna KSÍ hefur það að leiðarljósi að knattspyrnuiðkun skuli vera þroskandi líkamlega, félagslega og sálrænt. Með því móti má skapa aðstæður fyrir mun fleiri börn og unglinga til að njóta sín innan knattspyrnuhreyfingarinnar. Skipulögð og markviss þjálfun getur skapað börnum og unglingum aðstæður til að verða afreksmenn seinna meir á lands- og/eða alþjóða mælikvarða þegar þeir hafa mesta líkamlega og sálræna hæfileika til þess. Jafnframt er gert ráð fyrir að þeir sem ekki velja afreksmennsku fái tækifæri til að stunda knattspyrnu við sitt hæfi. Þjálfun barna á við 12 ára og yngri, en þjálfun unglinga á við 13 ára til og með 19 ára.

Markmið, leiðir, verðlaun og viðurkenningar

a) 8 ára og yngri

•Auka hreyfiþroska.

•Fyrstu kynni af knattspyrnu verði jákvæð.

•Æfingar séu fjölþættar og stuðli að bættum hreyfiþroska. Hér er átt við æfingar sem örva hinar ýmsu skynstöðvar og unnið sé með grófhreyfingar og fínhreyfingar.

•Þjálfun fari fram í leikformi.

•Æfingar séu skemmtilegar.

•Leikið verði í 4ra til 6 manna liðum.

•Keppni í þessum flokki á ekki að vera markmið í sjálfu sér. Sé keppni viðhöfð skal hún fara fram á félagsmótum og mótum þar sem félagar úr nágrannafélögum keppa.

•Leikur og leikgleði ráði ríkjum í keppni.

•Mikil áhersla skal lögð á að allir fái tækifæri til að vera með, að öll börn fái jöfn tækifæri til þátttöku og að allir fái sömu viðurkenningu fyrir þátttöku.

b) 9 til 12 ára.

•Aðaláhersla sé á þjálfun tæknilegrar færni.

•Kynna einföld leikfræðileg atriði.

•Þjálfun feli í sér þol, kraft og liðleikaæfingar.

•Að vekja knattspyrnuáhuga fyrir lífstíð.

•Æfingar séu fjölþættar og skemmtilegar.

•Börn séu hvött til að kynna sér og reyna sem flestar íþróttagreinar.

•Háttvísi og íþróttamannsleg framkoma sé kennd. 16

•Öll börn fái tækifæri til æfinga og keppni miðað við þroska og getu.

•Leikið verði í 7 manna liðum.

•Fyrir 9 og 10 ára skal keppni fara fram á félagsmótum sem og á héraðs- og landshlutavísu. Áhersla skal lögð á að allir fái tækifæri til að vera með óháð getu og allir fái sömu viðurkenningu fyrir þátttöku.

•Fyrir 11 og 12 ára skal keppni fara fram á félags-, héraðs-, landshluta- og landsvísu. Áhersla skal lögð á að allir fái tækifæri til að vera með óháð getu. Lið vinna til verðlauna.

c) 13 - 16 ára.

•Þjálfun byggist meira en áður á þoli, krafti og hraðaæfingum ásamt liðleikaþjálfun.

•Viðhalda og bæta áður lærða tæknilega færni.

•Auka skilning á leikfræðilegum atriðum.

•Skapa félagslega jákvæðar aðstæður og umhverfi með knattspyrnustarfinu. Sérstök áhersla sé lögð á að skapa unglingum félagslega góðar aðstæður innan félagsins. Til þess skulu öll tækifæri sem bjóðast til hópþátttöku, hópferða og félagslegra athafna innan vallar sem utan nýtt til hins ítrasta.

•Kynna keppnis- og afreksíþróttamennsku og þann hugsunarhátt sem nauðsynlegur er til að árangur náist.

•Kynna þá möguleika sem bjóðast þeim sem vilja iðka knattspyrnu sem líkamsrækt og vegna félagsskaparins.

•Æfingar séu fjölþættar.

•Sérhæfing hefjist.

•Fræðsla um vöxt og þroska fari fram.

•Fræðsla um heilbrigðan lífsstíl fari fram.

•Allir unglingar fái tækifæri til æfinga og keppni miðað við þroska og getu.

•Öll félög sjái til þess að skapa sem jöfnust tækifæri til að stunda knattspyrnu sem keppnisíþrótt annars vegar og líkamsrækt hins vegar.

•Leikið verði í 11 manna liðum. Einnig verði áfram leikið í 7 manna liðum.

•Fyrir 13 og 14 ára skal keppni fara fram á félags-, héraðs-, landshluta- og landsvísu og hugsanlega erlendis. Lið sem og einstaklingar vinna til verðlauna.

•Fyrir 15 og 16 ára skal keppni fara fram á félags-, héraðs-, landshluta- og landsvísu og erlendis. Árangur í keppni orðinn markmið sem stefnt er að og þjálfunin miðast við. Lið sem og einstaklingar vinna til verðlauna.

d) 17 til 19 ára.

•Allir þjálfunarþættir séu teknir fyrir.

•Auka þjálfunarálagið verulega.

•Innleiða afrekshugsunarhátt hjá þeim sem stefna að þátttöku í keppnis- og afreksknattspyrnu.

•Skapa möguleika fyrir þá sem vilja iðka knattspyrnu sem líkamsrækt og vegna félagsskaparins.

•Æfingar séu alhliða og fjölþættar þannig að allir þjálfunarþættir séu teknir fyrir með tilliti til stöðu og hæfileika hvers einstaklings.

•Val á milli íþróttagreina fari fram ef fyrir liggur áhugi til sérhæfingar.

•Sérhæfð afreksþjálfun fari fram og æfingaálagið sé aukið verulega frá því sem áður var.

•Unglingum sé gerð full grein fyrir hvaða hugarfar, álag og hæfileika þarf til að ná árangri í afreksknattspyrnu.

•Öll félög geri greinarmun á afreksknattspyrnu eða knattspyrnu þar sem árangur í keppni er aðalmarkmiðið annars vegar og hins vegar knattspyrnu þar sem áhersla er lögð á líkamsrækt og félagsskapinn umfram árangur í keppni sem slíkri.

•Keppni skal fara fram á félags-, héraðs-, landshluta- og landsvísu og erlendis. Árangur í keppni orðinn markmið sem stefnt er að og þjálfunin miðast við. Lið sem og einstaklingar vinna til verðlauna.

Með stefnuyfirlýsingu þessari er aðildarfélögum KSÍ markaður rammi til að vinna eftir við þjálfun barna og unglinga en knattspyrnuhreyfingin stefnir ávallt að því að skapa kjöraðstæður fyrir börn og unglinga þannig að þau fái notið sín. Jafnfram gerir stefnuyfirlýsing þessi ráð fyrir því að ekki sé gerður greinarmunur á aldursflokkaskiptingu hjá piltum og stúlkum.

 

KENNSLU OG ÆFINGASKRÁ

 

Hér fyrir neðan er yfirlit yfir þær megin áherslur sem þjálfunarstefna KF gengur út frá að iðkendur hafi tileinkað sér í tækni-, leikfræði- og líkamlegum atriðum í hverju flokki.

 

8. flokkur karla/kvenna

*Markmið 8. flokks KF er að stuðla að því að fyrsta upplifun barnanna af íþróttinni sé jákvæð. *Lítil áhersla er lögð á keppni en þeim mun meiri áhersla er lögð á að iðkendur taki knattspyrnulegum og félagslegum framförum.

*Kenndar eru grunnreglur í knattspyrnu og reynt að efla þrek og styrk iðkenda og einnig liðleika þeirra.

*Hjá KF er börnunum kennt að bera virðingu fyrir þjálfurum, samherjum og dómurum og síðast en ekki síst að bera virðingu fyrir félaginu sjálfu.

*Lög er áhersla á að allir iðkendur fái þjálfun í samræmi við færni hvers og eins. Umfram allt annað er lögð áhersla á leikgleði og ánægju barnanna.

*Á æfingum hjá 8. flokki læra börnin aga og að fylgja hinu hefðbundna skipulagi æfinga hjá félaginu þ.e. upphitun, aðalæfing og leikræn æfing.

*Í 8. flokki er reynt að hafa æfingarnar sem fjölbreyttastar, farið er í leiki með og án bolta, ásamt því að farið er í einfaldar tækniæfingar og spil.

*Markmið leikja með og án bolta er að efla hreyfigetu barnanna og jafnframt að hafa gaman.

*Þegar farið er í tækniæfingar er markmiðið að börnin kynnist boltanum og læri grunntækni knattspyrnunnar s.s. innanfótarspyrnur, knattrak, skalla o.s.frv.

*Í lok hverrar æfingar er farið í leikræna æfingu þar sem reynt er að hafa fáa í liði svo allir fái að snerta boltann sem oftast, því það er jú það sem börnin vilja - að vera með.

 

Makmið

Knattæfingar

Knattrak á ýmsa vegu, stefnubreytingar

Knattsendingar - innanfótarspyrna

Knattmóttaka - innanfótar, il, læri

Wiel Coerver - grunntækni

Sköllun úr kyrrstöðu

Markskot - skot úr kyrrstöðu og eftir knattrak

 

7. flokkur karla og kvenna

*Áhersla er lögð á grunntækni í fótbolta – leikmenn eru mikið með bolta á æfingum, bæði í tækniæfingum og í formi ýmissa leikja.

*Farið er markvisst í grunnþjálfun; knattrak og tækni, spyrnur, skallatækni og skot.

*Æfum bæði hægri og vinstri fót og reynum sífellt að bæta okkur í að halda á lofti.

*Mikilvægt að leggja áherslu á að æfingar sé fjölþættar og fjölbreyttar þannig að öll börn geti fundið eitthvað við sitt hæfi og að þau upplifi gleði og ánægju á æfingunum.

*Æfingarnar eiga að vera fyrir alla, hópnum er oft skipt upp svo allir fái verkefni við hæfi.

*Einnig er lögð áhersla á félagslega þjálfun, að iðkendur eigi góð samskipti, séu kurteisir og komi vel fram hver við annan.

*Áhersla er lögð á að iðkendur læri að fara eftir reglum hvort sem er innan vallar sem utan, læri að fara eftir munnlegum fyrirmælum og hlusti á flautu.

*Markmiðin eru að iðkendur taki framförum í fótbolta á öllum sviðum að loknu tímabili. *Ennfremur er reynt að koma til móts við þarfir hvers og eins, æfingarnar eru einstaklingsmiðaðar og markmiðið að hver og einn fái að njóta sín. Spilum mikið 1 á 1 og 2 á 2 á örmörk og reynum að spila annars 4 á 4 eða 5 á 5. Þannig eru allir leikmenn virkir, hver og einn fær boltann oft og lærir að spila vörn og sókn.

*Mikið unnið í stöðvaþjálfun þar sem einn þjálfari er með hvern hóp til að tryggja að hægt sé að sinna öllum vel.

*Leggjum hart að iðkendum að spila út frá marki og halda boltanum niðri. Ýmsar leiðir notaðar, t.d. sérreglur í spili. Förum með þeim í grunnreglur, hvað er vörn, sókn, kantur og allt það og byrjum að kynna fyrir þeim að spila ákveðnar stöður.

*Mótin nýtum við í að kenna krökkunum sem mest og lærum af mistökum. Úrslit leikja eru ekki veigamesta atriðið. Mikilvægt er að leggja sig alltaf fram, vera kurteis við andstæðingana og dómara og félaginu til sóma.

*Leggjum áherslu að kynna fyrir foreldrum hvert þeirra hlutverk er á mótum og æfingum.

*Reynum að virkja foreldra eins mikið og hægt.

 

Markmið

Knattæfingar

Knattrak á ýmsa vegu, stefnubreytingar

Knattrak með einföldum gabbhreyfingum

Einföldustu leikbrellur

Knattsendingar - innanfótarspyrna

Knattmóttaka - innanfótar, il, læri

Wiel Coerver - grunntækni

Sköllun úr kyrrstöðu

Markskot - skot úr kyrrstöðu og eftir knattrak

Leikrænir leikir

Leikæfingar, fáir í hverju liði, með og án markmanns

Helstu leikreglur

6. flokkur karla og kvenna

*Í 6. flokki er mikil áhersla lögð á að vekja knattspyrnuáhugann fyrir lífstíð, kenna háttvísi og íþróttamannslega framkomu.

*Æfingar eiga að vera fjölbreyttar og skemmtilegar og það á að vera gaman að koma á æfingu. *Allir iðkendur fá verkefni við hæfi óháð getu og þroska.

*Knattspyrnulegar áherslur eru knatttækni, knattrak, einfaldar gabbhreyfingar, spyrnur og einföld leikfræði.

*Unnið er markvisst að því að byggja upp knatttækni og knattrak oft í formi leikja.

*Mikil áhersla er á knattsendingar og mest á innanfótarspyrnu en einnig kynntar ristarspyrnur ásamt móttöku.

*Spyrnur á mark úr kyrrstöðu eða eftir knattrak.

*Byrjað er að kynna nokkra þætti í leikfræði eins og að dekka andstæðing, að halda stöðum og hreyfing án bolta, hreyfingu í innköstum og hornspyrnum.

*Kennd er sköllun úr kyrrstöðu og eftir uppkast og útspörk og einnig halda á lofti.

*Líkamleg áhersla felst í hlaupum í leikjum og knattspyrnuleiknum sjálfum.

*Kynntar eru fyrir iðkendum einfaldar styrktaræfingar eins og armbeygjur, kviðæfingar, froskahopp, önnur einföld hopp og stigahlaup.

*Byrjað að kynna þeim fyrir fótavinnuæfingum og sprettum og mikilvægi þess að teygja vel. 

*Á mótum læra börnin hegðun innan vallar sem utan. Þar er lögð árhersla á virðingu og gleði

 

Markmið

Knattæfingar

Knattrak með einföldum gabbhreyfingum, knattrak þar sem bolta er haldið

Knattsendingar - innanfótarspyrna, bein og innanverð ristarspyrna

Sköllun - úr kyrrstöðu og eftir uppstökk, halda bolta á lofti

Knattmóttaka + stýring með innanverðum fæti

Wiel Coerver - grunntækni

Innkast  

Markskot; úr kyrrstöðu, eftir knattrak, skot á ferð og eftir fyrirgjafir

Skallatennis - fótboltatennis

Leikið 1:1 með ýmsum afbrigðum

Leikæfingar þar sem fáir eru í liði

Grunnuppstilling 7 manna liðs markvörður , vörn , miðja , sókn (læra allar stöður)

Að dekka mann og völdun

Innköst og hornspyrnur

Hollt og gott mataræði ásamt góðri framkomu alltaf allsstaðar , góður svefn

Grunnþekking á styrktaræfingum svo sem armbeygjum , kviðaræfingum og fótaæfingum

Teygjur og slökun eftir æfingar og leiki

Jákvæðni og gagnkvæm virðing

Vilji og áræðni

Gleði

 

 

 

5. flokkur karla og kvenna

*Í 5. flokki er farið vel í grunntækni og oft á tíðum er hún kynnt fyrir leikmönnum enda eru enn leikmenn að byrja í knattspyrnu á þessum aldri.

*Unnið með sendingar, þá helst stuttar sendingar og móttöku á bolta.

*Tækniæfingar kenndar og reynt að auka notkun ,,verri“ fótar í bæði sendingum og í leikjum. *Helstu gabbhreyfingar kynntar. Þá helst skæri, snúningar og þykjast skjóta.

*Farið yfir skallatækni. Kennt að skalla með enni og að hafa augun opin.

*Flugskalli er lítið kenndur nema þá aðeins kynntur með dýnum innanhúss.

*Farið er yfir leikfræði.

*Þá helst að halda stöðum og koma í veg fyrir að allir séu að elta boltann-halda breidd. Imprað á mikilvægi þess að hreyfa sig bæði með og án bolta.

*Lagt er upp út því að hafa æfingar þar sem að allir fá að njóta sín og eru mikið í boltanum.

*Spilað er þá á minni völlum með færri leikmönnum inná í einu.

*Virðing er eitt af mikilvægum þáttum.

*Virðing fyrir félaginu, liðsfélögum, þjálfara, dómara og mótherjanum. Allir eru félagar og eiga að vera stoltir af sínu félagi.

*Leikmannaviðtöl eru tekin til að athuga bæði líðan leikmannsins og að hjálpa honum til að ná markmiðum sínum.

* Leikmenn fara í ákveðnar æfingar þar sem athugað er staða þeirra tæknilega. (Halda á lofti, rekja bolta, sendingar, móttaka og skot)

 

Markmið

Allir fái verkefni við hæfi.

Grunntækni viðhaldið og kynnt

Þróun grunntækni

Sendingar - Móttaka - Gabbhreyfingar 

Leikstöður kynntar

 Leikfræði lauslega – að halda breidd

Knattsendingar með jörðu og á lofti, innanfótar, innanverð-utanverð og bein ristarspyrnur

Knattrak: hratt knattrak, knattrak þar sem knetti er haldið, knattrak m. gabbhreyfingu

Knattmóttaka jarðarbolta + stýring

Knattmóttaka hárra bolta + stýring

Knattrak og leikbrellur

Sköllun, beint áfram, skalli eftir bolvindu (með snúningi)

Wiel Coerver – gabbhreyfingar, mýkt og hraðar fótahreyfingar

Samleikur af ýmsum toga sem lýkur með markskoti.

Markskot: eftir knattrak og samspil, skot á ferð. Skallað að marki e. fyrirgjöf

Leikið 1:1 með ýmsum afbrigðum.

Skallatennis – fótboltatennis

Leikæfingar þar sem fáir eru í liði (farið yfir undirstöðuatriði liðssamvinnu).

Leikfræði liðs; innkast, hornspyrna, aukaspyrna, vítaspyrna 22

Hlaup leikmanna í stöðum (varnarmaður, miðjumaður, framherji)

Styrktaræfingar m/eigin þyngd, tengdar bolta.

Hreyfiteygjur

Teygjur eftir æfingar

 

4. flokkur karla og kvenna

*Í 4. flokki er lögð áhersla á að viðhalda tækni leikmanna með ýmsum tækniæfingum.

*Leikfræði fær stærri sess og lögð er áhersla á að kenna leikkerfið 4-3-3.

*Unnið er með leikfræði sóknar- og varnarleiks, ásamt því að leggja áherslu á að halda breidd og að ekki slitni milli sóknar og varnar.

*Lögð er meiri áhersla á líkamlega þáttinn, svo sem þolþjálfun í formi útihlaupa þar sem tekið er Coopertest við upphaf og lok þolþjálfunartímabils.

*Sjúkraþjálfari heimsækir hópinn og ræðir um mikilvægi liðleikaþjálfunar, sýnir teygjur og gerir grein fyrir meiðslahættu og aðgerðum til að koma í veg fyrir meiðsli.

*Styrktarþjálfun fer þannig fram að aðallega er unnið með eigin þyngd en einnig fá leikmenn kynningu á stöðvaþjálfun með litlar þyngdir.

*Næringarfræðingur fræðir leikmenn um næringu og mataræði, sálfræðingur ræðir um markmið, liðsheild og jákvæðni.

*Tekin eru leikmannaviðtöl og leikmenn metnir.

Markmið

Spyrnu og móttaka bolta æfðar undir pressu, í leikformi með ákveðin markmið

Knattrak og leikbrellur æfðar undir pressu, í leikæfingum með ákveðin markmið

Sköllun á ýmsan hátt - skallaleikir

Hoppspyrna

Fyrirgjafir - með innanverðri rist með og án snúnings, með ristinni framanverðri

Wiel Coerver tækniæfingar

Lokið skal yfirferð og grunnkennslu og allra tækniatriða knattspyrnu

Markskot af ýmsum toga:

...eftir að hafa leikið á mótherja (1:1)

...eftir móttöku á hlaupum (hraðri ferð) og þröngu svæði

...eftir eina eða tvær snertingar

...viðstöðulaust skot með jörðu og á lofti

Leikfræði hóps, sóknarleikur:

...hreyfing án knattar, aðstoð við knatthafa

...undirstöðuatriði liðssamvinnu, í sókn; dýpt, fríhlaup, vídd, hreyfing, opna svæði, aðstoð

...ýmis konar samsetning liðs (jafnmargir í liði, færri, fleiri)

Samleikur:

...veggsending

...knattvíxlun

...framhjáhlaup

...knattrak og sending (þar sem ásetningur er dulinn)

Leikfræði hóp, varnarleikur:

...gæsla maður á mann (1:1), þar sem leikmaður hefur bolta

...gæsla maður á mann (1:1), þar sem leikmaður hefur ekki bolta

...samvinna leikmanna, yfirtaka á leikmanni frá félaga

...rangstaða

...ýmis konar samsetning liðs, (jafnmargir í liði, færri, fleiri)

Návígi:

...að komast inn í sendingu mótherja

...návíg (tækling), rennitækling

...pressa þar sem lögð er áhersla á rétta varnarstöðu

Leikfræði liðs, föst leikatriði:

...vítaspyrna

... rétt innkast og hreyfing leikmanna án bolta

...hornspyrna (í sóknar- og varnarleik)

...aukaspyrnur (beinar og óbeinar)

 

Markverðir:

...grípa knött yfir höfði í kyrrstöðu og með uppstökki

...knöttur kýldur með annarri og báðum höndum (hnúum)

...knöttur gripinn eftir að hafa kastað sér

...knetti spyrnt frá marki, hoppspyrna

...knetti kastað frá marki

...leikfimi, fimi og snerpa

...verja skot

...kljást við fyrirgjafir - úthlaup

...aðstoða, stjórna vörninni

...koma knetti í leik

Líkamlegir þættir

...þol – útihlaup, Coopertest og intervalþjálfun

...styrkur – ýmsar æfingar með eigin þyngd og létt stöðvaþjálfun

...hraði og snerpa- sprettir, fótavinna með og án bolta, hopp og hlaupastílsþjálfun

...liðleiki-klassískar teygjur og hreyfiteygjur

 

3. flokkur karla og kvenna

*Í 3. flokki er lögð áhersla á að viðhalda tækni leikmanna með ýmsum tækniæfingum.

*Leikfræði fær stærri sess auk afreks- og einstaklingsmiðaðar þjálfunar.

*Auk þess að veita leikmönnum innsýn í næringarfræði, markmiðsetningu og leiðir til að hjálpa leikmönnum að verða betri í fótbolta.

Markmið

Að bjóða iðkendum upp á góða kennslu sem hentar hverjum og einum þ.a. að þeir taki framförum.

Að iðkendum finnist gaman að æfa í KF og þeir styrkist sem einstaklingar, líkamlega og félagslega.

Að byggja upp góða knattspyrnumenn sem geta náð langt í sinni íþrótt.

Leggja áherslu á að spila góðan fótbolta.

Að iðkendur beri virðingu fyrir félagi sínu, þjálfurum, samherjum, andstæðingum og dómurum og komi vel fram fyrir hönd félagsins.

Að iðkendur séu stoltir af því að vera í KF og leggja sitt af mörkum til félagsins.

Tækni

Haldið áfram að vinna með tækni og bætt ofan á þann grunn sem leikmenn eiga að vera komnir með.

Knattrak og gabbhreyfingar.

Knattrak. Leggja jafna áherslu á báða fætur. Snúningar með boltann. Halda áfram að vinna með gabbhreyfingar, taka menn á.

Sköllun:

Halda áfram að vinna með skallatækni. Úr kyrrstöðu og eftir uppstökk.

...sóknarskalli (skalli á mark)

...varnarskalli (skalla bolta burt af hættusvæði)

...vinna skallaeinvígi (tækni og staðsetning)

Sendingar og skot:

...innanfótarsendingar - ristarspyrnur, innanverð, bein, utanverð. Leggja jafna áherslu á báða fætur

...fyrirgjafir

...markskot af ýmsum toga;

...eftir að hafa leikið á mótherja (1:1)

...eftir móttöku á hlaupum (hraðri ferð) og á þröngu svæði

...eftir eina og tvær snertingar.

...viðstöðulaust eftir jörðu og á lofti, kontra

Móttaka:

...geta tekið á móti bolta og tekið hann með sér fljótt og vel. Leggja áherslu á fyrstu snertinguna; að geta stýrt boltanum á þá átt sem maður vill. Taka á móti með öðrum fæti – senda með hinum.

...móttaka innanfótar - læri - brjóst - rist

Leikfræði einstaklings, varnarleikur:

...að komast inn í sendingu mótherja

...tækling, rennitækling

...pressa (rétt varnarstaða - ná knetti af mótherja)

...hjálparvörn

...vinna skallaeinvígi. Rétt staða.

...varnarskalli, skalla bolta úr hættusvæði

Markverðir:

...grípa knött yfir höfði í kyrrstöðu og með uppstökki

...knöttur kýldur með annarri og báðum höndum (hnúnum)

...knöttur gripinn eftir að hafa kastað sér

...knetti spyrnt frá marki, hoppspyrna

...knetti kastað frá marki

...leikfimi, fimi og snerpa

...verja skot

...kljást við fyrirgjafir - úthlaup

...aðstoða, stjórna vörninni

...koma knetti í leik

Leikfræði hóps, sóknarleikur:

...samleikur leikmanna, ýmis afbrigði (veggsending, knattvíxlun, framhjáhlaup)

...hreyfing án knattar, aðstoð við knatthafa

...undirstöðuatriði liðssamvinnu, sókn, dýpt, fríhlaup, vídd, hreyfing, opna svæði, aðstoð

...skapa marktækifæri, markskot

...halda bolta innan liðs

Leikfræði hóps, varnarleikur:

...gæsla maður á mann (1:1), þar sem leikmaður hefur bolta

...gæsla maður á mann (1:1), þar sem leikmaður hefur ekki bolta

...undirstöðuatriði liðssamvinnu, vörn; dýpt, gæsla, lokun svæða, samþjöppun, völdun

...samvinna leikmanna, yfirtaka á leikmanni frá félaga

Leikfræði liðs, sóknarleikur:

...sóknarleikur við eðlilegar aðstæður, róleg uppbygging, hröð uppbygging, hraðaupphlaup

...föst leikatriði, vítaspyrna, horn, innkast (hreyfing leikmanna), beinar og óbeinar aukaspyrnur

...byggja upp spil út frá vörn

Leikfræði liðs, varnarleikur:

...varnarmöguleikar; leikið maður á mann, svæðavörn, blönduð varnaraðferð

...vörn gegn föstum leikatriðum; vörn gegn aukaspyrnum, hornspyrnum, innköstum

...sérstakir leikmöguleikar; pressuvörn, leikið þar sem leikmenn eru færri eða fleiri í liðum Leikkerfi:

...unnið er út frá leikkerfum sem byggist á 4 manna varnarlínu. Ýmist 4-3-3 eða 4-4-2

Líkamlegir þættir

...styrkur – Ýmsar æfingar með eigin þyngd, stöðvaþjálfun. Styrktaræfingar sem eru fyrirbyggjandi varðandi meiðsli. Kenna undirstöðuatriðin hvað varðar að lyfta lóðum í tækjasal en leggja áherslu á léttar þyngdir.

...þol – Unnið með þol. Fyrst og fremst með leikrænum æfingum en einnig með styttri lotuhlaupum (intervalþjálfun).

...hraði og snerpa- sprettir, fótavinna með og án bolta, hopp og hlaupastílsþjálfun.

...liðleiki - klassískar teygjur og hreyfiteygjur.

...næringarfræði: Næringarfræðingur ræðir við hópinn um rétta næringu íþróttafólks og leikmenn halda matardagbók í eina viku sem næringarfræðingurinn fer yfir.

Andlegir þættir

...þjálfarar halda fundi með hópnum þar sem farið er yfir markmiðssetningu og leiðir til þess að ná þeim. ...eins halda þeir einstaklingsfundi með leikmönnum þar sem farið er yfir markmið og stöðu hvers og eins leikmanns.

...vinna markvisst að því að efla liðsanda, virðingu fyrir liðsfélögunum og félaginu.

 

 

KNATTSPYRNUSKÓLI

KF býður upp á knattspyrnunámskeið í júní, júli og ágúst fyrir krakka sem eru í sjötta, sjöunda og áttunda flokki félagsins þar sem markmiðið er að þjálfa boltatækni enn frekar en gert er í flokkastarfinu. Yfir veturtímann verða í boði knattspyrnuskólar og afreksskólar. Þessir skólar verða auglýstir sérstaklega á heimasíðu félagsins sem og með dreifibréfi til allra foreldra.

 

FÉLAGSSTARF

Það er stefna knattspyrnudeildar KF að byggja upp góðan liðsanda með því að skapa jákvætt og uppbyggilegt andrúmsloft þar sem iðkendum gefst kostur á því að efla félagsþroska sinn, eignast góða vini og vera hluti af stærri heild sem vinnur að ákveðnum markmiðum. Þjálfarar félagsins er vel meðvitaðir um þetta og vinna að því í samstarfi við foreldraráð viðkomanda flokka að skipuleggja ýmiskonar viðburði utan vallar. Um er að ræða bæði viðburði sem hafa fræðslulegt gildi eins og fyrirlestra og heimsóknir frá aðilum sem tala um næringarfræði og hugarfar og einnig t.d. félagslega viðburði eins og bíó, keilu, ratleiki eða annað sem hentar áhuga og aldri iðkenda.

 

UPPLÝSINGARFLÆÐI

Upplýsingaflæði félagsins fer fram á heimasíðu félagsins og með fjöldapóstum til vikomandi flokka. Foreldraráð sér um að veita foreldrum flokkanna nauðsynlegar upplýsingar þegar við á. Þjálfarar félagsins setja inn fréttir reglulega á heimasíðu félagsins.

 

KEPPNISFERÐIR ERLENDIS

KF stefnir að því að fara erlendis með 3.flokk karla og 4. flokk kvenna, annað hvert ár.

 

MÓT INNANLANDS

Barna og unglingaráð, foreldrar og þjálfarar viðkomandi flokka ákveða á fundi sem haldin er í byrjun hvers árs á hvaða sumarmót viðkomandi flokkur tekur þátt í ár hvert.

 

 Drupal vefsíða: Emstrur