Skip to Content

KF - Njarðvík 4-0 (3-0)

14/06/2015 - 14:43

Byrjunarlið KF: Dóri - Jakob H. - Milan - Friðjón - Frikki - Andri - Jökull (Hilmar) - Jordan - Gabríel - Logi (Trausti) - Alexander (Jón Árni).

Það kom að því að flóðgáttirnar opnuðust hjá strákunum og það gegn sterku liði Njarðvíkinga. KF byrjaði með vindinn í bakið og byrjaði leikinn af krafti og eftir 3 mínútur var Andri búinn að koma liðinu yfir. Áfram heldu strákarnir og á 20 mínútu skoraði Gabríel flott mark. Leikurinn jafnaðist aðeins eftir það en á lokasekúndum fyrri hálfleik skoraði Alexander og staðan því 3-0 í hálfleik. Margir bjuggust við erfiðum síðari hálfleik þar sem vindurinn var þónokkur en strákarnir spiluðu vel og Logi skoraði fjórða markið fljótlega í hálfleiknum. Liðið hefur verið að spila vel í undanförnum leikjum en verið óheppnis að fá ekki útslit í samræmi við spilamennsku. En núna fengu strákarnir þau úrslit sem þeir áttu skilið. Allir leikmenn liðsins spiluðu vel og það var ánægjulegt að halda bæði hreinu og skora fjögur góð mörk.

Næsti leikur liðsins er gegn Hetti á Egilsstöðum á komandi laugardag.

Hægt er að sjá leikskýrsluna hérna: http://www.ksi.is/mot/motalisti/leikskyrsla/?Leikur=359536

Hægt er að sjá myndir frá leiknum sem Guðný Ágústsdóttir tók: https://www.facebook.com/gudny.agustsdottir/media_set?set=a.101531371496...

Áfram KFDrupal vefsíða: Emstrur