Skip to Content

KF - ÍR 2-1 (2-1)

21/07/2015 - 01:08

Sterkur sigur á toppliði ÍR. Byrjunarlið KF var skipað eftirtöldum leikmönnum:

Dóri - Jakob H. - Milan - Friðjón - Frikki (Andri) - Hilmar - Kristófer (Grétar Áki) - Jordan - Gabríel - Logi (Trausti) - Alexander.

ÍR-ingar voru meira með boltann og sköpuðu sér fleiri færi en dugnaðurinn og vinnuseminn í strákunum skilaði þessum sigri sem var gríðarlega mikilvægur. Jordan og Gabríel komu okkar strákum í 2-0 og útlitið var gott en ÍR minnkaði muninn úr vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks. Barningurinn hélt áfram í seinni hálfleik og aðkomuliðið pressaði en þrátt fyrir að vera einum fleiri tókst þeim það ekki og Prins Póló lagið var sungið hástöfum í klefanum eftir leikinn.

Næsti leikur liðsins er á laugardag þegar Sindramenn koma í heimsókn á Ólafsfjarðarvöll og hefst leikurinn kl 14.Drupal vefsíða: Emstrur