Skip to Content

Upplýsingar

Móttaka liða fer fram á Hóli á laugardagsmorgun frá kl.  08:00 þar sem hægt er að ganga frá greiðslum, taka við liðsarmböndum og móts gjöfum

Fyrirkomulag leikja: 

-Öll lið spila fjóra leiki á mótinu, hver leikur 2 x 10 mínútur.
-Allir leikir eru flautaðir á og af á sama tíma, hálfleikur er u.þ.b. 2 mínútur
-Liðin staðsetja sig við markstangir með dómara og gengið er inn á völlinn saman undir góðri tónlist. Mikilvægt að liðin séu mætt tímanlega í leiki til að leiktímar standist.
-Dómarar eru leiðbeinendur og eiga að leiðbeina leikmönnum á meðan á leiknum stendur ásamt því að dæma.
-16 lið eru í 6. Flokki og 15 lið í 7. Flokki eða alls 31 lið.

Upphafsspyrna: Skal tekin á miðju og heimilt að spyrna í hvaða átt sem er en þó er óheimilt að skora úr upphafsspyrnu.
Markspyrna: Ekki er heimilt að skora beint úr markspyrnu, jafnvel þó boltinn hafi viðkomu í leikmanni andstæðinganna.
Hornspyrna: Er tekin þar sem hliðarlína og marklína skerast.
Markmaður: Má taka með höndum eftir sendingu frá samherja.
Markamunur: Skráður markamunur í mótinu verður aldrei meiri en 3 mörk, 3-0,4-1,5-2 o.s.frv.!

Úrslit leikja verða birt á kfbolti.is að móti loknu og Verðlaunaafhending fer fram að síðasta leik loknum hjá hverju liði og svo er grill fyrir keppendur í kjölfarið.

Gisting:

Gist er í Grunnskólanum á Siglufirði, Norðurgötu 8-10, gengið inn norðanmegin.
Morgunverður er frá kl.07:30 – 09:30 í boði er brauð, rúnstykki, álegg, morgunkorn, súrmjólk o.fl.. Ef einhver er með ofnæmi eða óþol sem vert er að taka fram fyrir morgunmatinn þá vinsamlegast látið vita af því.
Tjaldsvæðið er við hól og í bænum, einnig er hægt að tjalda á Ólafsfirði ef fólk kýs að vera nær Fiskidagsgleðinni. Gjaldið á tjaldsvæðin eru 1000kr á hvern einstakling sem er 16 ára og eldri.

Helstu laugardagsopnanir í Fjallabyggð:

Sundlaugarnar í báðum bæjarkjörnum eru opnar frá 10.00-18.00
Kjörbúðirnar í báðum bæjarkjörnum eru opnar frá kl. 11.00-18.00
Sjoppurnar í báðum bæjarkjörnum eru opnar frá kl. 10.00-22.00
Apótekið er staðsett á Siglufirði og er það opið fá kl. 13.00-15.00

Hundar eru bannaðir á mótssvæðinu Annars hlökkum við til að sjá ykkur og vonandi verða veðurguðirnir okkur hliðhollir :)Drupal vefsíða: Emstrur