Skip to Content

Handbók félagsins

Handbók

Knattspyrnufélags Fjallbyggðar

2013

Efnisyfirlit

 

Efnisyfirlit.................................................. 2

 

Inngangur................................................... 3

 

Stefnur og markmið.................................... 4

 

Skipurit....................................................... 5

 

Skipun stjórnar og hlutverk........................ 6

 

Fjármálastjórnun......................................... 8

 

Stefnumótun

-barna-og unglingaráð................................. 9

-yfirþjálfari................................................. 10

-foreldraráð................................................ 11

-yngri flokkar............................................. 12

-meistara-og 2. flokkur.............................. 14

 

Þjálfunarstefna.................................... 15 – 18

 

Kennslu-og æfingaskrá....................... 19 – 30

 

Stefnur

-jafnréttisstefna.......................................... 34

-forvarnastefna........................................... 35

-eineltisstefna............................................. 36

-umhverfisstefna........................................ 39

-stefna gegn kynferðislegu ofbeldi............ 40

-siðareglur.................................................. 41

 

Lög félagsins............................................. 45

 

Stjórn, ráð og þjálfarar.............................. 47

 

Ársreikningar (viðauki)............................ 50

 

Fjárhagsáætlun(viðauki)........................... 50

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Inngangur

 

 

Þessi handbók er gerð fyrir alla þá er koma að starfi Knattspyrnufélags Fjallabyggðar. Hún er upplýsingabók og segir frá starfi, skipulagi, stefnu og markmiðum félagsins. Iðkendur, foreldrar og forráðamenn barna og unglinga geta hér leitað sér upplýsinga í handbókinni um félagið, starfsemi þess og stefnur. Handbókin er ekki síður ætluð fyrir stjórnarfólk, þjálfara og í raun allt starfsfólk í ráðum og nefndum eða alla þá aðila sem með einum eða öðrum hætti koma að starfsemi félagsins. Allar þær upplýsingar sem í handbókinni eru og vitneskja fyrrgreindra aðila um þær auka líkur á því að allir stefni í sömu átt.

 

Fjallabyggð febrúar 2013

 

Róbert Jóhann Haraldsson, formaður KF.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


 

Stefnur og markmið Knattspyrnufélags Fjallabyggðar

 

Meginstefna KF er...

...að hafa stefnur  ÍSÍ og KSÍ í barna-og unglingaíþróttum að leiðarljósi.

...að gefa börnum og unglingum tækifæri til að kynnast knattspyrnu.

...að bjóða upp á æfingar fyrir alla aldurshópa, óháð kyni.

...að vinna öflugt starf gegn brottfall iðkenda.

...að nýta afreksfólk félagsins til þjálfunar og kynningar á íþróttinni.

...að kenna iðkendum félagsins aga, sjálfsvirðingu, umburðarlyndi og virðingu fyrir

   samherjum jafnt sem mótherjum.

...að félagið haldi tvö knattspyrnumót árlega.

 

Almenn markmiðKF er...

...að iðkendafjöldi barna-og unglinga verði kominn yfir 150 árið 2015.

...að félagið sé rekin hallalaus á hverju ári.

...að félagið verði orðin fyrirmyndarfélag ÍSÍ árið 2013.

...að félagið verði með meistaraflokk kvenna árið 2015.

...að uppistaðan í meistaraflokki karla verði heimamenn.

...að halda úti öflugri heimasíðu félagsins þar sem miðla má upplýsingum, fréttum og fróðleik til almennings.

 

ÍþróttalegstefnaKF er...

...að þjálfarar vinni samkvæmt stefnumótun félagsins.

...að iðkendur nái sem bestum tökum á knattspyrnu út frá eigin forsendum.

...að félagið standi sig vel sem liðsheild á mótum og sé til sóma innan vallar sem utan.

...að félagið hafi vel menntaða og hæfa þjálfara í starfi.

...að félagið fari eftir kröfum ÍSÍ og KSÍ um menntun þjálfara.

...að félagið styrki og styðji þjálfara til fekari menntunnar.

 

Félagsleg stefnaKF er...

...að öllum iðkendum líði vel og hafi ánægju af æfingum og keppni.

...að tekið sé tillit til mismunandi þarfa iðkenda.

...að iðkendur læri að vera hluti af liðsheild og beri virðingu fyrir öllum sem að íþróttinni koma.

...að iðkendur læri hegðunar- og siðareglur sem gilda innan knattspyrnunnar.

...að stuðla að öflugum stuðningi foreldra og forráðamanna við starf félagsins.

...að búa þjálfara sem best undir að fræða iðkendur um forvarnir og aðra uppeldislega þætti.

 

FjármálastefnaKF er...

...að rekstur félagsins standi fjárhagslega undir sér og sé ávallt hallalaus.

...að tekjur dugi fyrir öllum útgjöldum félagsins.

...að rekstur félagsins sé rekinn með æfingagjöldum, styrkjum, mótahaldi og fjáröflunum.

...að gerð sé fjárhagsáætlun á hverju ári.

...að alltaf skuli staðið við gerða samninga gagnvart starfsmönnum, iðkendum og öðrum aðilum.

...að þjálfarar og aðrir starfsmenn félagsins séu launþegar.

...að ekki sé stofnað til fjárskuldbindinga af neinu tagi nema heimild stjórnar sé fyrir því.
Skipurit félagsins

 

Meistara-og 2.flokkur

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


 

Yfirþjálfari

 

 

Mótsstjórar

Þjálfarar

 

 

 

 


  

 

 

Aðst. þjálfarar

Nikulásarmótið

Pæjumótið

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Skipun stjórnar

 

Stjórn KF er kosin á aðalfundi félagsins sem skal halda eigi síðar en 28. febrúar ár hvert. Stjórnarmenn eru kjörnir til tveggja ára í senn (sjá. 12.grein í lögum félagsins). Kosinn er formaður, gjaldkeri, ritari og fjórir meðstjórnendur. Stjórn félagsins ákveður verkaskiptingu á fyrsta stjórnarfundi.  Stjórnarfundir eru haldnir  reglulega og skráðar fundargerðir.  

Aðalstjórn félags setur verklagsreglur um fjárreiður og bókhald félagsins og hefur framkvæmdastjórn eftirlit með því að þeim sé fylgt. Aðalfundur skal samþykkja fjárhagsáætlun.  

Fulltrúi ungs fólks (16-25 ára) í stjórn félagsins.

 

Í stjórn félagsins skal vera fulltrúi ungs fólks á aldrinum 16-25 ára. (sjá. 12.grein í lögum félagsins)

 

 

Hlutverk stjórnar og stjórnarmanna

 

Stjórnin stýrir starfsemi félagsins í samræmi við vilja félagsmanna og það sem fram kemur í lögum, stefnum, markmiðum og fundarsamþykktum.

 

Stjórnin hefur umsjón með starfi félagsins og fjárhag. Hún framfylgir samþykktum aðalfundar og stýrir daglegum rekstri. Stjórnin skal halda nákvæmt félaga- og iðkendatal samkvæmt lögum og reglum ÍSÍ og skal skila starfsskýrslu til ÍSÍ ár hvert í samræmi við reglur þar um.  Notast skal við Felix.

Stjórn skal halda skýrslu um starfið og skal hún lögð fyrir aðalfund og birt í ársskýrslu félagsins.

 

Helstu verkefni stjórnar er...

 

...að móta starf og stefnu félagsins, setja markmið og gera áætlanir.

...að framfylgja eða sjá til þess að stefnu, markmiðum og áætlunum sé hrint í framkvæmd.

...að skipa í ráð og nefndir, skilgreina verksvið þeirra og fylgjast með að unnið sé samkvæmt því.

...að sjá um ráðningu þjálfara og annarra starfsmanna deildarinnar.

...að ráða framkvæmdastjóra sem og mótsstjóra fyrir Nikulásar – og Pæjumótið.

...að stjórna fjármálum félagsins, gerð fjárhagsáætlana ásamt bókhalds- og fjárhagslegu aðhaldi.

...að innheimta æfingagjöld og félagsgjöld.

...að taka á móti erindum er félaginu berast og afgreiða þau.

...að leysa vandamál er upp kunna að koma.

...að halda utan um félagsstarfið ásamt foreldraráðum.

...að móta hugmyndir og tillögur um ný viðfangsefni.

 

 

Hlutverk formanns/framkvæmdastjóra og varaformanns

 

Formaður/framkvæmdastjóri  hefur yfirumsjón með starfsemi félagsins og sér til þess að stefnu þess sé fylgt. Hann sér til þess að félagsmenn séu alltaf vel upplýstir um tilgang, stefnu og markmið félagsins. Formaður/framkvæmdastjóri er fulltrúi deildarinnar út á við og málsvari gagnvart öðrum aðilum. Formaður situr formanna- og  sam-ráðsfundi viðkomandi sérsambands ÍSÍ. Formaður/framkvæmdastjóri  hefur ásamt gjaldkera umsjón með gerð fjárhagsáætlunar fyrir deildina. Formaður/framkvæmdastjóri  undirbýr stjórnarfundi, boðar til þeirra og stýrir þeim.  

 

Varaformaðurer staðgengill formanns og gegnir störfum í fjarveru hans. Hann þarf að vera vel að sér um málefni félagsins til að geta tekið við með stuttum fyrirvara, ef með þarf. Varaformaður skal kosinn á fyrsta fundi nýkjörinnar stjórnar.

 

Hlutverk gjaldkera

Gjaldkeri er ábyrgur fyrir öllum fjármálum og bókhaldi félagsins. Gjaldkeri sér um gerð fjárhags-áætlunar og leggur hana fyrir stjórn ásamt formanni/framkvæmdastjóra. Gjaldkeri hefur umsjón með innheimtu æfinga-gjalda, samþykkir greiðslur, greiðir reikninga, ásamt því að halda utan um sjóði félagsins.  Gjaldkeri/framkvæmdastjóri hefur yfirumsjón með öllum fjáröflunum félagsins.

 

 

Hlutverk ritara

 

Ritari er ábyrgur fyrir fundargerðum, ritun þeirra, dreifingu og varðveislu. Fundargerðir skal rita á öllum fundum félagsins, þar sem fram koma þau mál sem tekin eru fyrir, ákvarðanir og framkvæmd þeirra. Fundargerð skal senda á stjórnarmenn/fundarmenn strax eftir fund eða eins fljótt og auðið er. 

Ritari sér um að halda utan um félagatal deildarinnar. Ritari sér um bréfaskriftir í samráði við formann/framkvæmdastjóra  og stjórn og hefur umsjón með útgáfu- og kynningarmálum deildarinnar.

 

 

Hlutverk meðstjórnenda

 

Meðstjórnendur taka virkan þátt í að fylgja stefnu og markmiðum félagsins. Einn meðstjórnandi skal kosinn varaformaður og vera staðgengill formanns, annar skal vera tengiliður í barna-og unglingaráði, þriðji tengiliður í meistaraflokksráði og sá fjórði er fulltrúi yngri iðkenda.

Stjórn getur falið einstökum stjórnarmönnum að vera tengiliður við ráð eða nefndir innan félagsins.
Fjármálastjórnun

 

Stefna félagsins

 

Stefna félagsins er að fjárhagsleg staða sé ávallt jákvæð og að hún geti stutt við uppbyggilegt og árangursríkt starf félagsins. Rekstur skal vera hallalaus á hverju ári. Ávallt skal staðið við gerða samninga og staðið í skilum með greiðslur. Allur rekstur félagsins skal vera sýnilegur og í samræmi við landslög.

 

Gjaldkeri er ábyrgur fyrir fjármálum félagsins og eru allar greiðslur óheimilar án samþykkis hans. Formaður, gjaldkeri og framkvæmdastjóri hafa reglubundið eftirlit með fjármálum félags.

 

Félagið færir bókhald sitt samkvæmt reglugerð ÍSÍ um fjárreiður íþróttafélaga.

 

 

Fjármálastefna félagsins byggir á eftirfarandi:

 

Bókhald yngri og eldri iðkenda er aðskilið (við 16 ár). Fylgja skal reglum ÍSÍ um aðskilnað fjárreiðna eldri og yngri iðkenda. Með því er m.a. auðveldara að sýna fram á kostnað við barna- og unglingastarf og fara fram á styrki til þess.

 

Fjárhagsáætlanir skulu gerðar fyrir hvert rekstrarár. Fjárhagsáætlanir næsta árs skulu ávallt fylgja reikningum fyrra árs og taka mið af þeim. Fjárhagsáætlanir skal leggja fram á aðalfundi félagsins til samþykktar.  Nota skal fjárhagsáætlanir sem virkt eftirlit með fjármálum. Rekstrarárið er frá 1. janúar til 31. desember ár hvert.

 

 

 

Ársreikningur og fjárhagsáætlun

 

Meðfylgjandi eru ársreikningur félagsins fyrir árið 2012 og fjárhagsáætlun fyrir árið 2013. (Sjá viðauka 1 og 2.)

 

 

Innheimta æfingagjalda

 

Æfingagjöld eru ákveðin af stjórn félagsins fyrir upphaf vetrarstarfs hverju sinni.

Óski iðkandi að hætta iðkun skal foreldri eða forráðamaður hafa samband við gjaldkera og tilkynna honum um ákvörðun iðkanda.

 

 

 Fjáraflanir

 

Allar fjáraflanir skulu vera í nafni félagsins og hlýta þeim reglum sem gilda um fjáraflanir innan félagsins. Samþykki stjórnar félagsins þarf fyrir öllum fjáröflunum innan félagsins.

Foreldraráð, barna-og unglingaráð, meistaraflokksráð eða stjórn félagsins skulu halda utan um fjáraflanir hópa.

 

 


Stefnumótun KF

 

Barna og unglingaráð

Hlutverk

Hlutverk barna og unglingráðs er að bera faglega, félagslega og fjárhagslega ábyrgð á barna og unglingstarfi knattspyrnudeildar KF. Barna og unglingaráði er gert að starfrækja kraftmikið, vaxandi og metnaðarfullt barna-og unglingastarf. Undir barna-og unglingaráði tilheyra 8.-3. flokkur karla og kvenna. Ráðið skal funda a.m.k. einu sinni í mánuði með framkvæmdastjóra félagsins. Einn aðili úr barna og unglingaráðinu skal sitja í stjórn félagsins.

Helstu verkefni barna-og unglingráðs KF er…

... að annast daglegan rekstur yngri flokka, greiða laun yfirþjálfara og þjálfara.

...að sjá um ráðningu yfirþjálfara.

...að sjá um ráðningar þjálfara í samstarfi við yfirþjálfara.

...að sjá um ráðningar aðstoðaþjálfara að fenginni umsögn yfirþjálfara og þjálfara.

...að styðja þjálfara félagsins í starfi sínu og jafnframt veita þeim nauðsynlegt aðhald.

...að sjá til þess að þjálfarar sæki þjálfaranámskeið á vegum KSÍ.

...að sjá til þess að þjálfarar fái nauðsynlegan klæðnað til að klæðast á æfingum, í leikjum og í keppnisferðalögum.

...að skipuleggja lokahóf yngri flokka KF.

...að hafa umsjón með uppsetningu æfingatöflu.

...að halda utan um eigur deildarinnar sem tengjast yngri flokkum.

...að leggja til keppnisbúninga, æfingavesti, bolta, boltanet, keilur, sjúkratöskur og annan sameiginlegan búnað yngri flokka.

...að stjórna fjármálum barna og unglingadeildar félagsins, gera fjárhagsáætlanir ásamt bókhalds- og fjárhagslegu aðhaldi.

...að sjá um innheimtu æfingagjalda iðkenda.

...að funda með foreldrum allra flokka að minnsta kosti tvisvar á ári þar sem farið er yfir starfið.

...að sjá til þess að foreldraráð séu mynduð hjá hverjum flokki.

 

Hlutverk yfirþjálfara

Yfirþjálfari hefur yfirumsjón með faglegu starfi yngri flokka knattspyrnudeildar. Hann skipuleggur hvert tímabil m.t.t. þjálfunarstefnu félagsins og veitir þjálfurum ráðgjöf og aðhald varðandi þjálfun. Hann skal funda mánaðarlega með þjálfurum félagsins og þar skal farið yfir stöðu mála. Hann sér til þess að ársáætlanir séu gerðar fyrir alla flokka og að þeim sé fylgt eftir. Hann stuðlar einnig að auknu upplýsingaflæði milli þjálfara og forráðamanna og þjálfara og stjórnar barna-og unglingráðs. Yfirþjálfari skal fylgjast með menntun þjálfara félagsins og skipuleggja ferðir þjálfara á námskeið sem í boði eru hjá ÍSÍ og KSÍ.

Hlutverk þjálfara er…

...að hafa yfirumsjón með öllu starfi síns flokks.

...að sjá um þjálfun og stjórnun á æfingum, leikjum og keppnisferðum síns flokks.

...að skila af sér í lok tímabils starfsskýrslu til yfirþjálfara.

...að kynna fyrir forráðamönnum og iðkendum í upphafi tímabils markmið og æfingaáherslur tímabilsins ásamt móta og leikjaáætlun.

...að halda utanum mætingarlista síns flokks.

...að hafa til umráða bolta, vesti og annan búnað fyrir sinn flokk. Ber ábyrgð á þessum búnaði.

...að sjá til þess að staðgengill sé til staðar ef hann forfallast.

...að sjá um að boða iðkendur á leiki og mót og upplýsir þá ef breytingar verða á æfingatímum.

... að klæðast KF merktum fatnaði í öllum leikjum á vegum félagsins. Barna og unglingaráð leggur til fatnað.

...að stuðla að því að uppbyggilegur og heilbrigður félagsandi sé til staðar innan flokksins.

...að fylgja eftir forvarnar- og jafnréttisáætlun deildarinnar. Sérstaka áherslu er lögð á það að vel sé fylgst með einelti.

...að bera ábyrgð á að leikskýrslur séu útfylltar fyrir leiki samkvæmt lögum KSÍ.

...að stuðla að því að framkoma og hegðun iðkenda sé félaginu til sóma á æfingum, leikjum, keppnisferðum eða öðrum þeim stundum sem iðkendur koma saman í nafni félagsins.

...að taka mögulega agavandamál föstum tökum í samráði við forráðamenn viðkomandi iðkenda og yfirþjálfara.

...að hafa frumkvæði að því að koma á æfingaleikjum eftir þörfum.

...að senda framkvæmdastjóra reglulega fréttir af starfinu til birtingar á heimasíðu félagsins.

…að sækja þau þjálfara námskeið sem í boði eru á vegum ÍSÍ og KSÍ sem yfirþjálfari félagsins skipuleggur.

Foreldraráð

Í byrjun hvers starfsárs skal boða foreldra hvers flokks til funda.  Á fundinum skal kjósa í foreldraráð, sem skal samanstanda af 2 aðilum, og skal kjósa 1 fulltrúar úr hvorum árgangi þar sem því verður við komið.

Helstu verkefni foreldraráðs er…

...að bera ábyrgð á skipulagning og utanumhald með fjáröflunum viðkomandi flokks.

...að miðla upplýsingum um fjáraflanir til foreldra.

...skipulagning leikja og móta er á höndum þjálfara, nema þeir leiti til foreldraráðs eftir aðstoð.

...að halda utanum þátttökulista iðkenda.

...að miðla upplýsingum til foreldra í samvinnu við þjálfara.

...að innheimta þátttökugjöld af iðkendum þegar farið er á mót.

...að skipuleggja og manna fararstjórn.

...að sjá til þess að uppihald sé með fullnægjandi hætti, t.d. aukamáltíðir og athuga með sérþarfir iðkenda.

...að athuga með aðrar sérþarfir iðkenda s.s. ofnæmi eða lyf og tryggja í samvinnu við viðkomandi foreldra úrlausn.

...að vera þjálfurum innan handar með önnur mál er upp kunna að koma varðandi ferðina.

...að stuðla að jákvæðri og uppbyggilegri hvatningu foreldra

...að hvetja foreldra til að mæta á leiki sem börnin taka þátt í.

...að skipuleggja í samstarfi við þjálfara uppá komur tengdar leikjum.

...að skipuleggja uppákomur utan fótboltavallarins.

...að vera tengiliður milli iðkenda, foreldra, þjálfara og yfirþjálfara ef með þarf.

 

 

 

YNGRI FLOKKAR KF

Skráning í félagið:  KF býður börnum á aldrinum 4-18 ára velkomin til æfinga með félaginu.

Æfingatímabil:   Hvert tímabil er um 11 mánuði og hefst nýtt tímabil um miðjan september ár hvert.

Flokkar:   Í hverjum flokki eru tveir árgangar. Upplýsingar um æfingatíma og flokkaskiptingu má finna á heimsíðu félagsins.

Æfingagjöld:   Upplýsingar um æfingagjöld hvers flokks má finna á heimasíðu félagsins. 

Hlutverk

...að veita áhugasömum börnum og unglingum í Fjallabyggð tækifæri til að stunda knattspyrnu.

... leggja áherlsu á félagsleg og uppeldisleg gildi knattspyrnuiðkunar ásamt því að allir fái tækifæri til að þroska sig sem einstakling og taki framförum.

...að til verði fjölhæfir knattspyrnu- og félagsmenn, hvort heldur sem þeir iðki knattspyrnu sem tómstundargaman, til að ná árangri í keppni eða til að sinna almennum félagsstörfum.

...að setja gleðina í öndvegi. Við viljum vera í jákvæðu og uppbyggilegu umhverfi.

...að æfingin skapar meistarann. Við náum framförum með góðri ástundun og þrautseigju.

...að bera virðingu fyrir sjálfum okkur, samherjum, mótherjum og félaginu.

 Markmið

KF býður  uppá skipulagða og markvissa knattspyrnuþjálfun þar sem allir iðkendur fá verkefni við sitt hæfi og tækifæri til þess að ná framförum. Að byggja upp góðan liðsanda með því að skapa jákvætt og uppbyggilegt andrúmsloft þar sem iðkendum gefst kostur á því að efla félagsþroska sinn. Áhersla er lögð á fræðslu og forvarnir og að stuðla að virkri þátttöku foreldra/forráðamanna í starfinu öllu.

...að allir fái þjálfun við hæfi.

...að lögð sé áhersla á framfarir einstaklinga og flokka.

...að veita afreksfólki tækifæri til að vaxa og dafna.

...að aðstaða til æfinga verði eins og best er á kosið.

...að þjálfarar séu vel menntaðir, faglegir og færir.

…að aðstoðarþjálfari sé til staðar þegar æfingahópur telur meira en 12 iðkendur.

...að skila leikmönnum upp í meistararflokk félagsins.

...að virk foreldraráð séu starfandi í öllum flokkum.

...að boðið sé uppá skemmtun/fræðslu samhliða þjálfun.

...að efla upplýsingaflæði innan deildarinnar og félagsins í heild.

...að þjálfa upp fólk til starfa innan félagsins.

...að efla félagsþroska iðkenda.

...að starfa eftir jafnréttis-, siða- og forvarnaáætlun félagsins.

 KNATTSPYRNUSKÓLI

KF býður upp á knattspyrnunámskeið í júní, júli og ágúst fyrir krakka sem eru í sjötta, sjöunda og áttunda flokki félagsins þar sem markmiðið er að þjálfa boltatækni enn frekar en gert er í flokkastarfinu. Yfir veturtímann verða í boði knattspyrnuskólar og afreksskólar. Þessir skólar verða auglýstir sérstaklega á heimasíðu félagsins sem og með dreifibréfi/pósti til allra foreldra.

FÉLAGSSTARF

Það er stefna knattspyrnudeildar KF að byggja upp góðan liðsanda með því að skapa jákvætt og uppbyggilegt andrúmsloft þar sem iðkendum gefst kostur á því að efla félagsþroska sinn, eignast góða vini og vera hluti af stærri heild sem vinnur að ákveðnum markmiðum. Þjálfarar félagsins er vel meðvitaðir um þetta og vinna að því í samstarfi við foreldraráð viðkomanda flokka að skipuleggja ýmiskonar viðburði utan vallar mánðarlega. Um er að ræða bæði viðburði sem hafa fræðslulegt gildi eins og fyrirlestra og heimsóknir frá aðilum sem tala um næringarfræði og hugarfar og einnig t.d. félagslega viðburði eins og bíó, keilu, ratleiki eða annað sem hentar áhuga og aldri iðkenda hverju sinni.Þjálfarar skulu í samvinnu við foreldraráð halda fundi með foreldrum/forráðamönnum iðkenda a.m.k. tvisvar á ári.

UPPLÝSINGARFLÆÐI

Upplýsingaflæði félagsins fer fram á heimasíðu félagsins og með fjöldapóstum til vikomandi flokka. Foreldraráð sér um að veita foreldrum flokkanna nauðsynlegar upplýsingar þegar við á. Þjálfarar félagsins setja inn fréttir reglulega á heimasíðu félagsins.

KEPPNISFERÐIR ERLENDIS

KF stefnir að því að fara erlendis með 3.flokk karla og 4. flokk kvenna, annað hvert ár.

 

MÓT INNANLANDS

Barna og unglingaráð, foreldrar og þjálfarar viðkomandi flokka ákveða á fundi sem haldin er í byrjun hvers árs á hvaða sumarmót viðkomandi flokkur tekur þátt í ár hvert.

 

Meistara-og 2. flokkur karla/kvenna

Markmið KF er...

...að eiga lið í 1.deild karla

...að stofna meistaraflokk kvenna

...að bjóða ávallt uppá lið í 2. flokki karla, ef ekki einir þá í samstarfi við annað félag/félög

...að bjóða uppá sem bestu æfinga aðstöðu fyrir elstu flokkanna

...að ráða hæfa þjálfara með tilheyrandi menntun til þjálfunar á elstu flokkum félagsins

...að byggja á heimamönnum, en styrkja liðið með aðkomumönnum

...að stofna stuðningsmannafélag

...að bjóða aðkomuliðum og áhorfendum uppá sem bestu aðstöðu á heimaleikjum félagsins

...að útbúa öfluga fjáröflunaráætlun

...að halda glæsilegt lokahóf ár hvert

...að reka elstu flokkanna hallalaust ár hvert

 

 

 

 

 

 

 

 

ÞJÁLFUN KF

ÞJÁLFUNARSTEFNA KF

Er að bjóða uppá skipulagða og markvissa knattspyrnuþjálfun þar sem allir iðkendur fá verkefni við sitt hæfi og tækifæri til þess að ná framförum.

Útfærslan ársáætlun-mánaðaráætlun-vikuáætlun tímaseðill

Stefnuyfirlýsing KSÍ um þjálfun barna og unglinga

Knattspyrnuiðkun skal vera þroskandi líkamlega, félagslega og sálrænt.

Stefna KSÍ hefur það að leiðarljósi að knattspyrnuiðkun skuli vera þroskandi líkamlega, félagslega og sálrænt. Með því móti má skapa aðstæður fyrir mun fleiri börn og unglinga til að njóta sín innan knattspyrnuhreyfingarinnar. Skipulögð og markviss þjálfun getur skapað börnum og unglingum aðstæður til að verða afreksmenn seinna meir á lands- og/eða alþjóða mælikvarða þegar þeir hafa mesta líkamlega og sálræna hæfileika til þess. Jafnframt er gert ráð fyrir að þeir sem ekki velja afreksmennsku fái tækifæri til að stunda knattspyrnu við sitt hæfi. Þjálfun barna á við 12 ára og yngri, en þjálfun unglinga á við 13 ára til og með 19 ára.

Markmið, leiðir, verðlaun og viðurkenningar

a) 8 ára og yngri

•Auka hreyfiþroska.

•Fyrstu kynni af knattspyrnu verði jákvæð.

•Æfingar séu fjölþættar og stuðli að bættum hreyfiþroska. Hér er átt við æfingar sem örva hinar ýmsu skynstöðvar og unnið sé með grófhreyfingar og fínhreyfingar.

•Þjálfun fari fram í leikformi.

•Æfingar séu skemmtilegar.

•Leikið verði í 4ra til 6 manna liðum.

•Keppni í þessum flokki á ekki að vera markmið í sjálfu sér. Sé keppni viðhöfð skal hún fara fram á félagsmótum og mótum þar sem félagar úr nágrannafélögum keppa.

•Leikur og leikgleði ráði ríkjum í keppni.

•Mikil áhersla skal lögð á að allir fái tækifæri til að vera með, að öll börn fái jöfn tækifæri til þátttöku og að allir fái sömu viðurkenningu fyrir þátttöku.

 

b) 9 til 12 ára.

•Aðaláhersla sé á þjálfun tæknilegrar færni.

•Kynna einföld leikfræðileg atriði.

•Þjálfun feli í sér þol, kraft og liðleikaæfingar.

•Að vekja knattspyrnuáhuga fyrir lífstíð.

•Æfingar séu fjölþættar og skemmtilegar.

•Börn séu hvött til að kynna sér og reyna sem flestar íþróttagreinar.

•Háttvísi og íþróttamannsleg framkoma sé kennd. 16

•Öll börn fái tækifæri til æfinga og keppni miðað við þroska og getu.

•Leikið verði í 7 manna liðum.

•Fyrir 9 og 10 ára skal keppni fara fram á félagsmótum sem og á héraðs- og landshlutavísu. Áhersla skal lögð á að allir fái tækifæri til að vera með óháð getu og allir fái sömu viðurkenningu fyrir þátttöku.

•Fyrir 11 og 12 ára skal keppni fara fram á félags-, héraðs-, landshluta- og landsvísu. Áhersla skal lögð á að allir fái tækifæri til að vera með óháð getu. Lið vinna til verðlauna.

 

c) 13 - 16 ára.

•Þjálfun byggist meira en áður á þoli, krafti og hraðaæfingum ásamt liðleikaþjálfun.

•Viðhalda og bæta áður lærða tæknilega færni.

•Auka skilning á leikfræðilegum atriðum.

•Skapa félagslega jákvæðar aðstæður og umhverfi með knattspyrnustarfinu. Sérstök áhersla sé lögð á að skapa unglingum félagslega góðar aðstæður innan félagsins. Til þess skulu öll tækifæri sem bjóðast til hópþátttöku, hópferða og félagslegra athafna innan vallar sem utan nýtt til hins ítrasta.

•Kynna keppnis- og afreksíþróttamennsku og þann hugsunarhátt sem nauðsynlegur er til að árangur náist.

•Kynna þá möguleika sem bjóðast þeim sem vilja iðka knattspyrnu sem líkamsrækt og vegna félagsskaparins.

•Æfingar séu fjölþættar.

•Sérhæfing hefjist.

•Fræðsla um vöxt og þroska fari fram.

•Fræðsla um heilbrigðan lífsstíl fari fram.

•Allir unglingar fái tækifæri til æfinga og keppni miðað við þroska og getu.

•Öll félög sjái til þess að skapa sem jöfnust tækifæri til að stunda knattspyrnu sem keppnisíþrótt annars vegar og líkamsrækt hins vegar.

•Leikið verði í 11 manna liðum. Einnig verði áfram leikið í 7 manna liðum.

•Fyrir 13 og 14 ára skal keppni fara fram á félags-, héraðs-, landshluta- og landsvísu og hugsanlega erlendis. Lið sem og einstaklingar vinna til verðlauna.

•Fyrir 15 og 16 ára skal keppni fara fram á félags-, héraðs-, landshluta- og landsvísu og erlendis. Árangur í keppni orðinn markmið sem stefnt er að og þjálfunin miðast við. Lið sem og einstaklingar vinna til verðlauna.

 

d) 17 til 19 ára.

•Allir þjálfunarþættir séu teknir fyrir.

•Auka þjálfunarálagið verulega.

•Innleiða afrekshugsunarhátt hjá þeim sem stefna að þátttöku í keppnis- og afreksknattspyrnu.

•Skapa möguleika fyrir þá sem vilja iðka knattspyrnu sem líkamsrækt og vegna félagsskaparins.

•Æfingar séu alhliða og fjölþættar þannig að allir þjálfunarþættir séu teknir fyrir með tilliti til stöðu og hæfileika hvers einstaklings.

•Val á milli íþróttagreina fari fram ef fyrir liggur áhugi til sérhæfingar.

•Sérhæfð afreksþjálfun fari fram og æfingaálagið sé aukið verulega frá því sem áður var.

•Unglingum sé gerð full grein fyrir hvaða hugarfar, álag og hæfileika þarf til að ná árangri í afreksknattspyrnu.

•Öll félög geri greinarmun á afreksknattspyrnu eða knattspyrnu þar sem árangur í keppni er aðalmarkmiðið annars vegar og hins vegar knattspyrnu þar sem áhersla er lögð á líkamsrækt og félagsskapinn umfram árangur í keppni sem slíkri.

•Keppni skal fara fram á félags-, héraðs-, landshluta- og landsvísu og erlendis. Árangur í keppni orðinn markmið sem stefnt er að og þjálfunin miðast við. Lið sem og einstaklingar vinna til verðlauna.

Með stefnuyfirlýsingu þessari er aðildarfélögum KSÍ markaður rammi til að vinna eftir við þjálfun barna og unglinga en knattspyrnuhreyfingin stefnir ávallt að því að skapa kjöraðstæður fyrir börn og unglinga þannig að þau fái notið sín. Jafnfram gerir stefnuyfirlýsing þessi ráð fyrir því að ekki sé gerður greinarmunur á aldursflokkaskiptingu hjá piltum og stúlkum.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

KENNSLU-OG ÆFINGASKRÁ

Hér era ð finna yfirlit yfir þær megin áherslur sem þjálfunarstefna KF gengur út frá að iðkendur hafi tileinkað sér í tækni-, leikfræði- og líkamlegum atriðum í hverju flokki.

8. flokkur karla/kvenna

*Markmið 8. flokks KF er að stuðla að því að fyrsta upplifun barnanna af íþróttinni sé jákvæð.

*Lítil áhersla er lögð á keppni en þeim mun meiri áhersla er lögð á að iðkendur taki knattspyrnulegum og félagslegum framförum.

*Kenndar eru grunnreglur í knattspyrnu og reynt að efla þrek og styrk iðkenda og einnig liðleika þeirra.

*Hjá KF er börnunum kennt að bera virðingu fyrir þjálfurum, samherjum og dómurum og síðast en ekki síst að bera virðingu fyrir félaginu sjálfu.

*Lög er áhersla á að allir iðkendur fái þjálfun í samræmi við færni hvers og eins. Umfram allt annað er lögð áhersla á leikgleði og ánægju barnanna.

*Á æfingum hjá 8. flokki læra börnin aga og að fylgja hinu hefðbundna skipulagi æfinga hjá félaginu þ.e. upphitun, aðalæfing og leikræn æfing.

*Í 8. flokki er reynt að hafa æfingarnar sem fjölbreyttastar, farið er í leiki með og án bolta, ásamt því að farið er í einfaldar tækniæfingar og spil.

*Markmið leikja með og án bolta er að efla hreyfigetu barnanna og jafnframt að hafa gaman.

*Þegar farið er í tækniæfingar er markmiðið að börnin kynnist boltanum og læri grunntækni knattspyrnunnar s.s. innanfótarspyrnur, knattrak, skalla o.s.frv.

*Í lok hverrar æfingar er farið í leikræna æfingu þar sem reynt er að hafa fáa í liði svo allir fái að snerta boltann sem oftast, því það er jú það sem börnin vilja - að vera með.

Makmið

Knattæfingar

Knattrak á ýmsa vegu, stefnubreytingar

Knattsendingar - innanfótarspyrna

Knattmóttaka - innanfótar, il, læri

Wiel Coerver - grunntækni

Sköllun úr kyrrstöðu

Markskot - skot úr kyrrstöðu og eftir knattrak

7. flokkur karla og kvenna

*Áhersla er lögð á grunntækni í fótbolta – leikmenn eru mikið með bolta á æfingum, bæði í tækniæfingum og í formi ýmissa leikja.

*Farið er markvisst í grunnþjálfun; knattrak og tækni, spyrnur, skallatækni og skot.

*Æfum bæði hægri og vinstri fót og reynum sífellt að bæta okkur í að halda á lofti.

*Mikilvægt að leggja áherslu á að æfingar sé fjölþættar og fjölbreyttar þannig að öll börn geti fundið eitthvað við sitt hæfi og að þau upplifi gleði og ánægju á æfingunum.

*Æfingarnar eiga að vera fyrir alla, hópnum er oft skipt upp svo allir fái verkefni við hæfi.

*Einnig er lögð áhersla á félagslega þjálfun, að iðkendur eigi góð samskipti, séu kurteisir og komi vel fram hver við annan.

*Áhersla er lögð á að iðkendur læri að fara eftir reglum hvort sem er innan vallar sem utan, læri að fara eftir munnlegum fyrirmælum og hlusti á flautu.

*Markmiðin eru að iðkendur taki framförum í fótbolta á öllum sviðum að loknu tímabili.

*Ennfremur er reynt að koma til móts við þarfir hvers og eins, æfingarnar eru einstaklingsmiðaðar og markmiðið að hver og einn fái að njóta sín. Spilum mikið 1 á 1 og 2 á 2 á örmörk og reynum að spila annars 4 á 4 eða 5 á 5. Þannig eru allir leikmenn virkir, hver og einn fær boltann oft og lærir að spila vörn og sókn.

*Mikið unnið í stöðvaþjálfun þar sem einn þjálfari er með hvern hóp til að tryggja að hægt sé að sinna öllum vel.

*Leggjum hart að iðkendum að spila út frá marki og halda boltanum niðri. Ýmsar leiðir notaðar, t.d. sérreglur í spili. Förum með þeim í grunnreglur, hvað er vörn, sókn, kantur og allt það og byrjum að kynna fyrir þeim að spila ákveðnar stöður.

*Mótin nýtum við í að kenna krökkunum sem mest og lærum af mistökum. Úrslit leikja eru ekki veigamesta atriðið. Mikilvægt er að leggja sig alltaf fram, vera kurteis við andstæðingana og dómara og félaginu til sóma.

*Leggjum áherslu að kynna fyrir foreldrum hvert þeirra hlutverk er á mótum og æfingum.

*Reynum að virkja foreldra eins mikið og hægt.

Markmið

Knattæfingar

Knattrak á ýmsa vegu, stefnubreytingar

Knattrak með einföldum gabbhreyfingum

Einföldustu leikbrellur

Knattsendingar - innanfótarspyrna

Knattmóttaka - innanfótar, il, læri

Wiel Coerver - grunntækni

Sköllun úr kyrrstöðu

Markskot - skot úr kyrrstöðu og eftir knattrak

Leikrænir leikir

Leikæfingar, fáir í hverju liði, með og án markmanns

Helstu leikreglur

6. flokkur karla og kvenna

*Í 6. flokki er mikil áhersla lögð á að vekja knattspyrnuáhugann fyrir lífstíð, kenna háttvísi og íþróttamannslega framkomu.

*Æfingar eiga að vera fjölbreyttar og skemmtilegar og það á að vera gaman að koma á æfingu.

*Allir iðkendur fá verkefni við hæfi óháð getu og þroska.

*Knattspyrnulegar áherslur eru knatttækni, knattrak, einfaldar gabbhreyfingar, spyrnur og einföld leikfræði.

*Unnið er markvisst að því að byggja upp knatttækni og knattrak oft í formi leikja.

*Mikil áhersla er á knattsendingar og mest á innanfótarspyrnu en einnig kynntar ristarspyrnur ásamt móttöku.

*Spyrnur á mark úr kyrrstöðu eða eftir knattrak.

*Byrjað er að kynna nokkra þætti í leikfræði eins og að dekka andstæðing, að halda stöðum og hreyfing án bolta, hreyfingu í innköstum og hornspyrnum.

*Kennd er sköllun úr kyrrstöðu og eftir uppkast og útspörk og einnig halda á lofti.

*Líkamleg áhersla felst í hlaupum í leikjum og knattspyrnuleiknum sjálfum.

*Kynntar eru fyrir iðkendum einfaldar styrktaræfingar eins og armbeygjur, kviðæfingar, froskahopp, önnur einföld hopp og stigahlaup.

*Byrjað að kynna þeim fyrir fótavinnuæfingum og sprettum og mikilvægi þess að teygja vel. 

*Á mótum læra börnin hegðun innan vallar sem utan. Þar er lögð árhersla á virðingu og gleði

Markmið

Knattæfingar

Knattrak með einföldum gabbhreyfingum, knattrak þar sem bolta er haldið

Knattsendingar - innanfótarspyrna, bein og innanverð ristarspyrna

Sköllun - úr kyrrstöðu og eftir uppstökk, halda bolta á lofti

Knattmóttaka + stýring með innanverðum fæti

Wiel Coerver - grunntækni

Innkast  

Markskot; úr kyrrstöðu, eftir knattrak, skot á ferð og eftir fyrirgjafir

Skallatennis - fótboltatennis

Leikið 1:1 með ýmsum afbrigðum

Leikæfingar þar sem fáir eru í liði

Grunnuppstilling 7 manna liðs markvörður , vörn , miðja , sókn (læra allar stöður)

Að dekka mann og völdun

Innköst og hornspyrnur

Hollt og gott mataræði ásamt góðri framkomu alltaf allsstaðar , góður svefn

Grunnþekking á styrktaræfingum svo sem armbeygjum , kviðaræfingum og fótaæfingum

Teygjur og slökun eftir æfingar og leiki

Jákvæðni og gagnkvæm virðing

Vilji og áræðni

Gleði

5. flokkur karla og kvenna

*Í 5. flokki er farið vel í grunntækni og oft á tíðum er hún kynnt fyrir leikmönnum enda eru enn leikmenn að byrja í knattspyrnu á þessum aldri.

*Unnið með sendingar, þá helst stuttar sendingar og móttöku á bolta.

*Tækniæfingar kenndar og reynt að auka notkun ,,verri“ fótar í bæði sendingum og í leikjum.

*Helstu gabbhreyfingar kynntar. Þá helst skæri, snúningar og þykjast skjóta.

*Farið yfir skallatækni. Kennt að skalla með enni og að hafa augun opin.

*Flugskalli er lítið kenndur nema þá aðeins kynntur með dýnum innanhúss.

*Farið er yfir leikfræði.

*Þá helst að halda stöðum og koma í veg fyrir að allir séu að elta boltann-halda breidd. Imprað á mikilvægi þess að hreyfa sig bæði með og án bolta.

*Lagt er upp út því að hafa æfingar þar sem að allir fá að njóta sín og eru mikið í boltanum.

*Spilað er þá á minni völlum með færri leikmönnum inná í einu.

*Virðing er eitt af mikilvægum þáttum.

*Virðing fyrir félaginu, liðsfélögum, þjálfara, dómara og mótherjanum. Allir eru félagar og eiga að vera stoltir af sínu félagi.

*Leikmannaviðtöl eru tekin til að athuga bæði líðan leikmannsins og að hjálpa honum til að ná markmiðum sínum.

* Leikmenn fara í ákveðnar æfingar þar sem athugað er staða þeirra tæknilega. (Halda á lofti, rekja bolta, sendingar, móttaka og skot)

 

Markmið

Allir fái verkefni við hæfi.

Grunntækni viðhaldið og kynnt

Þróun grunntækni

Sendingar - Móttaka - Gabbhreyfingar 

Leikstöður kynntar

 Leikfræði lauslega – að halda breidd

Knattsendingar með jörðu og á lofti, innanfótar, innanverð-utanverð og bein ristarspyrnur

Knattrak: hratt knattrak, knattrak þar sem knetti er haldið, knattrak m. gabbhreyfingu

Knattmóttaka jarðarbolta + stýring

Knattmóttaka hárra bolta + stýring

Knattrak og leikbrellur

Sköllun, beint áfram, skalli eftir bolvindu (með snúningi)

Wiel Coerver – gabbhreyfingar, mýkt og hraðar fótahreyfingar

Samleikur af ýmsum toga sem lýkur með markskoti.

Markskot: eftir knattrak og samspil, skot á ferð. Skallað að marki e. fyrirgjöf

Leikið 1:1 með ýmsum afbrigðum.

Skallatennis – fótboltatennis

Leikæfingar þar sem fáir eru í liði (farið yfir undirstöðuatriði liðssamvinnu).

Leikfræði liðs; innkast, hornspyrna, aukaspyrna, vítaspyrna 22

Hlaup leikmanna í stöðum (varnarmaður, miðjumaður, framherji)

Styrktaræfingar m/eigin þyngd, tengdar bolta.

Hreyfiteygjur

Teygjur eftir æfingar

 

4. flokkur karla og kvenna

*Í 4. flokki er lögð áhersla á að viðhalda tækni leikmanna með ýmsum tækniæfingum.

*Leikfræði fær stærri sess og lögð er áhersla á að kenna leikkerfið 4-3-3.

*Unnið er með leikfræði sóknar- og varnarleiks, ásamt því að leggja áherslu á að halda breidd og að ekki slitni milli sóknar og varnar.

*Lögð er meiri áhersla á líkamlega þáttinn, svo sem þolþjálfun í formi útihlaupa þar sem tekið er Coopertest við upphaf og lok þolþjálfunartímabils.

*Sjúkraþjálfari heimsækir hópinn og ræðir um mikilvægi liðleikaþjálfunar, sýnir teygjur og gerir grein fyrir meiðslahættu og aðgerðum til að koma í veg fyrir meiðsli.

*Styrktarþjálfun fer þannig fram að aðallega er unnið með eigin þyngd en einnig fá leikmenn kynningu á stöðvaþjálfun með litlar þyngdir.

*Næringarfræðingur fræðir leikmenn um næringu og mataræði, sálfræðingur ræðir um markmið, liðsheild og jákvæðni.

*Tekin eru leikmannaviðtöl og leikmenn metnir.

Markmið

Spyrnu og móttaka bolta æfðar undir pressu, í leikformi með ákveðin markmið

Knattrak og leikbrellur æfðar undir pressu, í leikæfingum með ákveðin markmið

Sköllun á ýmsan hátt - skallaleikir

Hoppspyrna

Fyrirgjafir - með innanverðri rist með og án snúnings, með ristinni framanverðri

Wiel Coerver tækniæfingar

Lokið skal yfirferð og grunnkennslu og allra tækniatriða knattspyrnu

Markskot af ýmsum toga:

...eftir að hafa leikið á mótherja (1:1)

...eftir móttöku á hlaupum (hraðri ferð) og þröngu svæði

...eftir eina eða tvær snertingar

...viðstöðulaust skot með jörðu og á lofti

Leikfræði hóps, sóknarleikur:

...hreyfing án knattar, aðstoð við knatthafa

...undirstöðuatriði liðssamvinnu, í sókn; dýpt, fríhlaup, vídd, hreyfing, opna svæði, aðstoð

...ýmis konar samsetning liðs (jafnmargir í liði, færri, fleiri)

Samleikur:

...veggsending

...knattvíxlun

...framhjáhlaup

...knattrak og sending (þar sem ásetningur er dulinn)

Leikfræði hóp, varnarleikur:

...gæsla maður á mann (1:1), þar sem leikmaður hefur bolta

...gæsla maður á mann (1:1), þar sem leikmaður hefur ekki bolta

...samvinna leikmanna, yfirtaka á leikmanni frá félaga

...rangstaða

...ýmis konar samsetning liðs, (jafnmargir í liði, færri, fleiri)

Návígi:

...að komast inn í sendingu mótherja

...návíg (tækling), rennitækling

...pressa þar sem lögð er áhersla á rétta varnarstöðu

Leikfræði liðs, föst leikatriði:

...vítaspyrna

... rétt innkast og hreyfing leikmanna án bolta

...hornspyrna (í sóknar- og varnarleik)

...aukaspyrnur (beinar og óbeinar)

 

Markverðir:

...grípa knött yfir höfði í kyrrstöðu og með uppstökki

...knöttur kýldur með annarri og báðum höndum (hnúum)

...knöttur gripinn eftir að hafa kastað sér

...knetti spyrnt frá marki, hoppspyrna

...knetti kastað frá marki

...leikfimi, fimi og snerpa

...verja skot

...kljást við fyrirgjafir - úthlaup

...aðstoða, stjórna vörninni

...koma knetti í leik

Líkamlegir þættir

...þol – útihlaup, Coopertest og intervalþjálfun

...styrkur – ýmsar æfingar með eigin þyngd og létt stöðvaþjálfun

...hraði og snerpa- sprettir, fótavinna með og án bolta, hopp og hlaupastílsþjálfun

...liðleiki-klassískar teygjur og hreyfiteygjur

 

3. flokkur karla og kvenna

*Í 3. flokki er lögð áhersla á að viðhalda tækni leikmanna með ýmsum tækniæfingum.

*Leikfræði fær stærri sess auk afreks- og einstaklingsmiðaðar þjálfunar.

*Auk þess að veita leikmönnum innsýn í næringarfræði, markmiðsetningu og leiðir til að hjálpa leikmönnum að verða betri í fótbolta.

Markmið

Að bjóða iðkendum upp á góða kennslu sem hentar hverjum og einum þ.a. að þeir taki framförum.

Að iðkendum finnist gaman að æfa í FH og þeir styrkist sem einstaklingar, líkamlega og félagslega.

Að byggja upp góða knattspyrnumenn sem geta náð langt í sinni íþrótt.

Leggja áherslu á að spila góðan fótbolta.

Að iðkendur beri virðingu fyrir félagi sínu, þjálfurum, samherjum, andstæðingum og dómurum og komi vel fram fyrir hönd félagsins.

Að iðkendur séu stoltir af því að vera í KF og leggja sitt af mörkum til félagsins.

 

Tækni

Haldið áfram að vinna með tækni og bætt ofan á þann grunn sem leikmenn eiga að vera komnir með.

Knattrak og gabbhreyfingar.

Knattrak. Leggja jafna áherslu á báða fætur. Snúningar með boltann. Halda áfram að vinna með gabbhreyfingar, taka menn á.

Sköllun:

Halda áfram að vinna með skallatækni. Úr kyrrstöðu og eftir uppstökk.

...sóknarskalli (skalli á mark)

...varnarskalli (skalla bolta burt af hættusvæði)

...vinna skallaeinvígi (tækni og staðsetning)

Sendingar og skot:

...innanfótarsendingar - ristarspyrnur, innanverð, bein, utanverð. Leggja jafna áherslu á báða fætur

...fyrirgjafir

...markskot af ýmsum toga;

...eftir að hafa leikið á mótherja (1:1)

...eftir móttöku á hlaupum (hraðri ferð) og á þröngu svæði

...eftir eina og tvær snertingar.

...viðstöðulaust eftir jörðu og á lofti, kontra

Móttaka:

...geta tekið á móti bolta og tekið hann með sér fljótt og vel. Leggja áherslu á fyrstu snertinguna; að geta stýrt boltanum á þá átt sem maður vill. Taka á móti með öðrum fæti – senda með hinum.

...móttaka innanfótar - læri - brjóst - rist

Leikfræði einstaklings, varnarleikur:

...að komast inn í sendingu mótherja

...tækling, rennitækling

...pressa (rétt varnarstaða - ná knetti af mótherja)

...hjálparvörn

...vinna skallaeinvígi. Rétt staða.

...varnarskalli, skalla bolta úr hættusvæði

Markverðir:

...grípa knött yfir höfði í kyrrstöðu og með uppstökki

...knöttur kýldur með annarri og báðum höndum (hnúnum)

...knöttur gripinn eftir að hafa kastað sér

...knetti spyrnt frá marki, hoppspyrna

...knetti kastað frá marki

...leikfimi, fimi og snerpa

...verja skot

...kljást við fyrirgjafir - úthlaup

...aðstoða, stjórna vörninni

...koma knetti í leik

Leikfræði hóps, sóknarleikur:

...samleikur leikmanna, ýmis afbrigði (veggsending, knattvíxlun, framhjáhlaup)

...hreyfing án knattar, aðstoð við knatthafa

...undirstöðuatriði liðssamvinnu, sókn, dýpt, fríhlaup, vídd, hreyfing, opna svæði, aðstoð

...skapa marktækifæri, markskot

...halda bolta innan liðs

Leikfræði hóps, varnarleikur:

...gæsla maður á mann (1:1), þar sem leikmaður hefur bolta

...gæsla maður á mann (1:1), þar sem leikmaður hefur ekki bolta

...undirstöðuatriði liðssamvinnu, vörn; dýpt, gæsla, lokun svæða, samþjöppun, völdun

...samvinna leikmanna, yfirtaka á leikmanni frá félaga

Leikfræði liðs, sóknarleikur:

...sóknarleikur við eðlilegar aðstæður, róleg uppbygging, hröð uppbygging, hraðaupphlaup

...föst leikatriði, vítaspyrna, horn, innkast (hreyfing leikmanna), beinar og óbeinar aukaspyrnur

...byggja upp spil út frá vörn

Leikfræði liðs, varnarleikur:

...varnarmöguleikar; leikið maður á mann, svæðavörn, blönduð varnaraðferð

...vörn gegn föstum leikatriðum; vörn gegn aukaspyrnum, hornspyrnum, innköstum

...sérstakir leikmöguleikar; pressuvörn, leikið þar sem leikmenn eru færri eða fleiri í liðum Leikkerfi:

...unnið er út frá leikkerfum sem byggist á 4 manna varnarlínu. Ýmist 4-3-3 eða 4-4-2

Líkamlegir þættir

...styrkur – Ýmsar æfingar með eigin þyngd, stöðvaþjálfun. Styrktaræfingar sem eru fyrirbyggjandi varðandi meiðsli. Kenna undirstöðuatriðin hvað varðar að lyfta lóðum í tækjasal en leggja áherslu á léttar þyngdir.

...þol – Unnið með þol. Fyrst og fremst með leikrænum æfingum en einnig með styttri lotuhlaupum (intervalþjálfun).

...hraði og snerpa- sprettir, fótavinna með og án bolta, hopp og hlaupastílsþjálfun.

...liðleiki - klassískar teygjur og hreyfiteygjur.

...næringarfræði: Næringarfræðingur ræðir við hópinn um rétta næringu íþróttafólks og leikmenn halda matardagbók í eina viku sem næringarfræðingurinn fer yfir.

Andlegir þættir

...þjálfarar halda fundi með hópnum þar sem farið er yfir markmiðssetningu og leiðir til þess að ná þeim. ...eins halda þeir einstaklingsfundi með leikmönnum þar sem farið er yfir markmið og stöðu hvers og eins leikmanns.

...vinna markvisst að því að efla liðsanda, virðingu fyrir liðsfélögunum og félaginu.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

  

ÆFingabúðir, Kjorúgí, Reyjakjnesbæ

Stefnur KF

Knattspyrnufélag Fjallabyggðar...

... leggur áherslu á “Knattspyrna- leikur án fordóma”

... hvetur alla sem koma að knattspyrnu að leggja áherslu á að knattspyrnan sé leikinn á drengilegan og heiðarlegan hátt og umfram allt að sýna öðrum þátttakendum virðingu.

... leggur mikla áherslu á að jákvæð og öguð framkoma leikmanna KF ætti að vera markmið sérhvers leikmanna félagsins inn á vellinum.

... leggur árherslu á að þjálfarar félagsins hvetji leikmenn sína til að leika heiðarlega, enda eru þjálfarar fyrirmyndir leikmanna.

...leggur áherslu á að leikmenn félagsins leiki knattspyrnu án rifrilda við dómara leiksins og án alvarlegra leikbrota.

...leggur áherslu á að áhorfendur KF hvetji leikmenn sína áfram heiðarlega og útiloka öll
niðrandi og meiðandi ummæli í garð dómara og leikmanna inn á vellinum.

...leggur áherslu á að foreldrar og forráðamenn barna hvetji þau til að leika heiðarlega, mæta
vel á leiki og sýni góðan og drengilegan stuðning og forðist öll niðrandi og meiðandi ummæli í garð dómara og leikmanna. Foreldrar og forráðamenn eru fyrirmynda barna.

Hvað eru fordómar?

Fordómar eru þegar einhver er áreittur, útilokaður, sniðgengin(n) eða mismunað vegna
útlits, uppruna, kynþáttar, litarháttar, kynferðis, kynhneigðar, skoðana, trúar, fötlunar,
efnahags eða annara aðstæðna.
Það er staðreynd að á Íslandi verða einstaklingar fyrir fordómum og aðskasti
m.a. vegna uppruna síns. Öll þurfum við að leggja okkar af mörkum til að koma í veg
fyrir fordóma í knattspyrnunni og samfélaginu. Með samstilltu átaki getum við áorkað
miklu til þess að uppræta þennan vágest.

Hvað getum við gert?

Ef að einhver einstaklingur í kringum okkur er haldinn fordómum skaltu ekki taka undir
með viðkomandi heldur benda á að þú sér ekki sammála. Þú getur frætt aðra um fordómar
eiga ekki rétt á sér í knattspyrnunni eða annars staðar. Einnig getur þú beðið fólk um að
setja sig í spor þess sem að það fordæmir og reyna að opna augu viðkomandi fyrir þessari
vá. Við eigum að koma fram við aðra eins og við viljum að komið sé fram við okkur.
Sýnum þeim sem verða fyrir fordómum stuðning og reyndu að liðsinna þeim.
Ef að þú verður fyrir fordómum, mundu að þú stendur ekki ein/einn. Reyndu að finna
einhvern sem stendur með þér og styður þig og þú getur talað við. Það geta verið vinir,
foreldrar, þjálfarar eða einhver sem að þú treystir.

 

Hvað er einelti?

Einelti er að ofsækja einhvern með endurtekinni stríðni, ilkvittnum uppnefnum, ógnandi
árásargjarnri framkomu og útilokun frá félagsskap. Oft er erfitt að greina einelti en það
birtist því miður í flestum hópum í okkar samfélagi. Eineltið birtist t.d. oft í þeirri mynd
að einhver er skilin(n) eftir útundan. Einelti veldur jafnan miklum kvíða hjá viðkomandi
og vanlíðan. Öll þekkjum við einhvern einstakling sem að hefur verið strítt en hefurðu
hugsað hvernig þér myndi líða í hans sporum? Einelti er eitthvað sem að við viljum alls
ekki sjá í knattspyrnunni frekar en annars staðar.

Hvað getum við gert?

Þú getur sleppt því að taka þátt í eineltinu. Þú getur einnig sagt öðrum frá t.d. vinum
þínum að það sé rangt að leggja einhvern í einelti. Börn geta sagt þjálfara, eða öðrum
fullorðnum sem að þau treysta frá eineltinu. Mjög mikilvægt er að sýna þeim sem verður
fyrir eineltinu stuðning með því að ganga til liðs við hann/hana og mótmæla svona
framkomu. Ef að þú gerir ekkert og þegir heldur viðkomandi að þér finnist þetta sllt í lagi
og þú tekur þar með þátt í eineltinu. Hvernig fyndist þér ef svona væri komið fram við
þig?
Ef að þú verður sjálfur fyrir einelti, mundu að þú stendur ekki ein/einn. Reyndu að finna
einhvern sem stendur með þér og styður þig og þú getur talað við. Það geta verið vinir,
foreldrar eða þjálfarinn, einhver sem að þú treystir.


* Byggt á heimildum Leikur án fordóma samvinnuverkefni UEFA, KSÍ og Mastercard.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jafnréttisstefna KF

Markmið

*Börn og unglingar í Fjallabyggð eiga jafnan rétt og möguleika til að stunda knattspyrnuiðkun með KF óháð, kyni, fötlun, uppruna eða efnahag.

*Piltar og stúlkur hafa jafna möguleika til að stunda knattspyrnu hjá KF.

*KF gerir sömu hæfniskröfur til þjálfara pilta og stúlkna.

*KF hvetir jafnt pilta sem stúlkur til afreka í knattspyrnu.

*KF sér til þess að aðstaða og möguleikar beggja kynja til afreka sé jöfn.

*Laun þjálfara eru þau sömu hvort sem þjálfað er stúlkur eða drengi. Laun þjálfara hækka í samræmi við menntunarstig viðkomandi.

*Leitast er við að kynjahlutföll séu sem jöfnust í stjórnum félagsins og deilda svo og öðrum trúnaðarstörfum innan KF.

Leiðir

Reglur Fjallabyggðar um frístundastyrk.

Samningar við fyrirtæki sem styrkja barna og unglingastarf KF.

Næg aðstaða og æfingatímar séu í boði í íþróttamannvirkjum í Fjallabyggðar.

Framboð íþróttagreina sé til jafns fyrir bæði kynin.

Jafnræðis milli pilta og stúlkna sé gætt við úthlutun æfingatíma í íþróttamannvirkjum.

Jafnhæfir þjálfarar séu til staðar fyrir bæði pilta og stúlkur.

Hvetja alla þjálfara félaga og deilda til að bæta við menntun sína.

KF tilnefnir bæði kyn þegar velja á íþróttamann Fjallabyggðar

Jafngóð æfinga- og keppnisaðstaða fyrir bæði kyn innan félagsins.

Sömu fjárstyrkir og hlunnindi beggja kynja innan félagsins.

Reglugerð styrkja hjá UÍF.

Tryggja þarf að viðhorf og sjónarmið beggja kynja og allra hópa komi fram við ákvarðanir stjórna og deilda innan KF.

Forvarnarstefna KF

Mikilvægt er að íþróttahreyfingin sé trúverðug í fræðslu- og forvarnarstarfi. Áfengis- og eða tóbaksneysla á ekki að eiga sér stað í tengslum við íþróttastarf.

Íþróttahreyfingin gegnir mikilvægu hlutverki í vímuvörnum. Rannsóknir á högum barna og ungmenna sýna að þeim ungmennum reiðir betur af og neyta síður vímuefna sem eru virk í íþróttastarfi. Einnig sýna rannsóknir að neysla vímuefna og tóbaks hafa mjög skaðleg áhrif á árangur í íþróttum. KF setur sér reglur og/eða marki sér stefnu í forvarnarmálum samkvæmt stefnu ÍSÍ. KF fræði börn og unglinga um skaðsemi vímuefna, auk þess sem þau fræði sínu ungu iðkendur um lyfjamál og bendi þeim á þær hættur sem geta fylgt lyfjanotkun. KF vill efla enn frekar vímuvarnagildi íþrótta með því að taka skýra afstöðu gegn neyslu í tengslum við íþróttir.

 

Leiðir

*Að knattspyrnusvæði í Fjallabyggð séu algerlega reyklaus

*Setja fram markvissa stefnu þar sem tekin er einörð afstaða gegn neyslu

á áfengi, tóbaki og fíkniefnum

*Gefa út fræðsluefni um fíkniefni og forvarnir fyrir þjálfara og iðkendur

*KF er andvígt allri neyslu tóbaks og vímuefna allra iðkenda og annarra félagsmanna sem koma að íþróttastarfi á vegum félagsins.

*Öll neysla tóbaks og vímuefna er bönnuð í tengslum við æfingar og keppni á vegum KF.

*KF mun bregðast sérstaklega við allri neyslu iðkenda undir 18 ára aldri og foreldrar verða undantekningarlaust upplýst um slíka neyslu.

*Að auka þekkingu á neikvæðum áhrifum áfengis, tóbaks og annarra fíkniefna á þjálfun og árangur í íþróttum.

*Að styrkja þá ímynd að íþróttaiðkun og fíkniefnaneysla séu andstæður.

 

 

 

 

 

Eineltisstefna KF

 

Einelti er ofbeldi sem ekki er liðið innan KF. Þetta er samfélagslegt vandamál sem getur snert okkur öll. Nauðsynlegt er að upplýsa alla um einelti og gera þá meðvitaða um að standa á vaktinni til að uppræta það. Börnum og unglingum á að líða vel í íþróttafélögum.

Hvað er einelti?

Einelti er endurtekið ofbeldi þar sem einn eða fleiri gerendur ráðast ítrekað á þolanda eða níðast á honum. Ofbeldið getur verið líkamlegt, andlegt, efnislegt og félagslegt.

*Líkamlegt einelti: Þolanda er haldið föstum, lokaður inni, hrint, hárreittur, klipinn, sparkað í hann o.fl.

*Andlegt einelti: Þolandi fær hótanir og neikvæð SMS boð, særandi umfjöllun á netmiðlum, er þvingaður til að gera eitthvað sem stríðir gegn réttlætiskennd sinni, er þvingaður til að eyðileggja eigur annarra, girt niður um hann o.fl.

*Efnislegt einelti: Eigur þolanda eru ítrekað teknar, faldar eða eyðilagðar.

*Félagslegt einelti: Þolanda er strítt, er skilinn útundan, gert er lítið úr honum, verður fyrir særandi athugasemdum (eftirherma, andvörp, svipbrigði) o.fl.

 

Hvernig fara gerendur að?

*T.d. slá, hrinda, binda, elta, uppnefna, hæða, eyðileggja eignir, (það sem heyrist og sést).

*T.d. spilla fyrir, baktala, skilja útundan, hundsa, afskiptaleysi af einelti (það sem oft heyrist ekki eða sést).

*Báðar aðferðirnar valda miklum sársauka og eru ólíðandi. Drengir nota oftaraðferðir sem heyrast og sjást en stúlkur.

Hvar á eineltið sér stað?

* Getur gerst hvar sem er t.d. í samskiptum, í skilaboðum (sms/msn) og á netmiðlum.

* Gerist helst þegar börn og unglingar eru eftirlitslaus og hafa lítið fyrir stafni.

* Í íþrótta- og æskulýðsstarfi eru búningsklefar og sturtur sérstaklega varasamir staðir.

Hverjir eru teknir fyrir?

* Allir geta orðið fyrir einelti.

Hverjir taka fyrir?

* Allir geta verið gerendur eineltis.

* Oft er það hópur barna- og unglinga sem tekur þátt með beinum aðgerðum eða aðgerðaleysi.

Hver eru viðbrögð þolenda / afleiðingar?

* Eftirfarandi atriði geta verið vísbending um að barn sé lagt í einelti:

Forðast vini og önnur börn.

Lokar sig af og hættir að sinna áhugamálum sínum.

Líður illa en vill ekki segja hvað er að.

Er pirrað eða stjórnlaust í skapi, rýkur upp að litlu tilefni.

Minnkandi sjálfstraust.

Grætur sig í svefn og fær martraðir.

Atast í systkinum eða foreldrum.

Líkamlegar kvartanir og kvíðaeinkenni t.d. höfuðverkir, magaverkir.

Breyttar svefn- og matarvenjur.

Er með marbletti og skrámur sem ekki er hægt að útskýra.

Er hrætt við að fara á milli staða, vill láta aka sér.

Seinkoma í og úr skóla og íþrótta- og tómstundastarfi.

Vill ekki fara í skóla eða í íþrótta- og tómstundastarf.

Fer óvenjulegar leiðir á milli staða.

Er svangt þegar heim er komið.

Fer að ganga verr í skólanum.

Týnir hlutum t.d. fötum og bókum.

Týnir vasapeningum af og til.

 

Hverjir eiga að taka á einelti?

* Allir sem vinna með börnum og unglingum; gangaverðir, þjálfarar, kennarar, leiðbeinendur, skólaliðar, baðverðir og forráðamenn.

* Forsvarsmenn allra félaga og stofnana og þeir sem hafa með málefni barna og unglinga að gera bera ábyrgð á því að einelti líðist ekki.

* Það er á ábyrgð okkar allra að bregðast við.

Hvernig á að bregðast við?

* Taka einelti alvarlega og afla upplýsinga þegar mál koma upp. Tala við þolanda og styðja hann. Gera þolanda grein fyrir því að eineltið sé ekki honum að kenna.

* Gera gerendum ljóst að einelti er alvarlegt ofbeldi sem getur haft varanleg áhrif. Gera þeim grein fyrir að einelti er ólíðandi og hjálpa þeim við að breyta rétt.

* Vera í samstarfi og upplýsa forráðamenn. Sjá til þess að öll mál sem upp koma verði leyst.

 

Hvernig er hægt að fyrirbyggja einelti?

* Einelti þrífst vegna aðgerðaleysis fjöldans. Allir þurfa því að taka meðvitaða afstöðu gegn einelti. Eflum umburðalyndi, virðingu og samkennd meðal barnanna.

* Einelti á erfitt uppdráttar þar sem samræmi og samstarf einkennir starf þeirra sem vinna með börnum og unglingum. Ef ekki er tekið á málum strax er hætta á að eineltið breiðist út og fleiri og fleiri leggist á sveif með gerendunum.

* Einelti á erfitt uppdráttar þar sem jákvæður agi, festa, velvilji, hrós og væntumþykja einkennir stjórnunarhætti.

 

 

 

 

 

 

 

Umhverfisstefna KF

 

Knattspyrnufélag Fjallabyggðar hefur sett stefnu í umhverfismálum og vinna að því....

...að hvetja til sparnaðar í akstri t.d með því sameinast um bíla þegar farið er á æfingar og/eða mót utan héraðs.

...að hvetja iðkendur til að ganga eða hjóla á æfingar.

...að allur pappír sé að öllu jöfnu losaður á sérstakar losunarstöðvar og að pappír sé notaður í sem minnsta magni.

...að ruslafötur séu sýnilegar á æfinga- og keppnissvæðum.

...að tiltekt fari fram á svæði eftir æfingar/keppnir eða aðra viðburði á vegum félagsins.

...að forðast sé að nota ónauðsynlegar pakkningar.

...að hvetja til notkunar á margnota drykkjarbrúsum frekar en einnota.

...að endurnýtanleg ílát séu flokkuð frá öðru sorpi.

...að íþróttasvæðið sé reyklaust.

...að börn og unglingar séu hvött til að drekka vatn.

...að hugsað sé fyrir aðgengi fyrir fatlaða.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Stefna KF gegn kynferðislegu ofbeldi

Knattspyrnufélag Fjallabyggðar hefur sett stefnu í vinnu gegn kynferðislegu áreiti/ofbeldi.

 

Markmið KF er að.....

 

 ...koma í veg fyrir kynferðislega áreitni innan félagsins, meðal annars með forvörnum.

...stuðla að gagnkvæmri virðingu á meðal starfsmanna félagsins, með því að auka vitund og skilning á að kynferðisleg áreitni og ofbeldi er hegðun sem er óheimil hjá starfsmönnum KF.

...tryggja að gripið verði til aðgerða ef ábending eða rökstuddur grunur um kynferðislega áreitni eða ofbeldi á sér stað meðal starfsmanna, iðkenda eða annarra hjá félaginu.

 

Aðgerðir

Ef grunur er um að kynferðislegt ofbeldi eða áreiti eigi sér stað meðal félagsmanna. Ber að tilkynna það til framkvæmdastjóra félagsins. Framkvæmdastjóri leitar aðstoðar hjá fálagsmálafulltrúa Fjallabyggðar og/eða öðrum fagaðilum vegna framhaldsvinnu í málinu.

 

Að þekkja merki kynferðislegrar misnotkunar

Börn sem eru of hrædd til að tala um kynferðislegt ofbeldi geta haft líkamleg eða andleg einkenni.

  • Vandamál sem tengjast kvíða eins og maga- og/eða höfuðverkur getur gert vart við sig.
  • Breyting á hegðun eins og feimni, hræðsla og grátköst geta verið merki um að eitthvað al-varlegt sé að.
  • Óvenjulegur áhugi og vitund um kynferðislegt athæfi eða óviðeigandi framkoma eða atlot miðað við aldur.
  • Hræðsla við einhverja manneskju eða hræðsla við að vera skilin eftir á ákveðnum stað.
  • Breyting á hegðun eins og feimni, hræðsla, mótþrói, grátur án þess að eitthvað hafi gerst.
  • Engin matarlyst eða ofát.
  • Stundum getur fullkomnunarárátta verið merki um að barnið sé að fela eitthvað.
  • Stundum eru engin sjáanleg merki!

 

 

 

 

 

 

 

 

SIÐAREGLUR

Knattspyrnufélag Fjallabyggðar (KF) setti á laggirnar faghóp fólks úr félaginu sem fékk það hlutverk að setja saman siðareglur fyrir félagið. Markmiðið var að reglur þessar yrðu leiðarljós fyrir einstaklinga og hópa innan KF varðandi hegðun og samskipti. Einnig var krafa um að þær tækju mið að lögum og reglum í samfélaginu. Siðareglur Knattspyrnudeildar FH voru notaðar sem heimild við vinnuna.

Stjórnarmaður / starfsmaður:

...hvetur félagsmenn til að standa vörð um anda og gildi félagsins og sér um að hvoru tveggja lifi áfram meðal félagsmanna.

...kemur fram við alla félagsmenn sem jafningja, óháð kyni, getu, trúarbrögðum, stjórnmálaskoðunum, litarhætti og kynhneigð.

...við hefur ávallt lýðræðisleg vinnubrögð.

...upplýsir félagsmenn og gerir þá að þátttakendum í ákvarðanatöku innan félagsins.

...er til fyrirmyndar hvað varðar hegðun og framkomu innan félags sem utan.

...ber ábyrgð gagnvart félaginu og iðkendum.

...ber meðvitaður um að félagið byggir upp og mótar einstaklinga.

...rekur félagið eftir löglegum reiknisskilaaðferðum og haga útgjöldum í samræmi við tekjur.

...notfærir aldrei stöðu sína hjá félaginu til eigin framdráttar á kostnað félagsins.

...nýtir gagnrýni félagsmanna til uppbyggingar í félaginu.

Þjálfari:

...kemur fram við alla iðkendur á einstaklingsgrunni og út frá þeirra forsendum.

...velur æfingar, mót, keppnir sem eru við hæfi iðkenda með tilliti til aldurs, reynslu og hæfileika.

...styrkir jákvæða hegðun og framkomu iðkenda.

...heldur á lofti heiðarleika (Fair Play) innan íþróttarinnar.

...kennir iðkendum að viðurkenna og bera virðingu fyrir ákvörðunum dómara.

...kennir iðkendum að bera ábyrgð á eigin hegðun og framförum í íþróttinni.

...er heiðarlegur, jákvæður, réttlátur og umhyggjusamur gagnvart iðkendum.

...viðhefur jákvæða gagnrýni og forðast neikvæða gagnrýni.

...hugsar ávallt um heilsu og heilbrigði iðkenda og varast að setja þá í aðstöðu sem gæti ógnað heilbrigði þeirra.

...talar gegn notkun ólöglegra lyfja.

...talar gegn neyslu áfengis og tóbaks.

...leitar eftir samstarfi við aðra þjálfara eða sérfræðinga þegar þess þarf.

...viðurkennir rétt iðkandans til að leita ráða frá öðrum þjálfurum.

...samþykkir aldrei ógnandi eða ofbeldisfulla tilburði.

...forðast náið samband við iðkendur og vera einn með iðkanda.

...þarf leyfi forráðamanna yngri iðkenda til að aka þeim á æfingar eða í leiki.

...er meðvitaður um hlutverk sitt sem fyrirmynd bæði utan og innan vallar.

...kemur eins fram við alla iðkendur óháð, getu, kyni, kynþætti, stjórnmálaskoðunum, trúarbrögðum og kynhneigð.

...notfærir sér aldrei aðstöðu sína sem þjálfari til að uppfylla eigin áhuga á kostnað iðkandans.

...er ábyrgur á félagslegri, andlegri og líkamlegri uppbyggingu iðkenda.

...leyfir iðkendum að koma að ákvarðanatöku.

...er ábyrgur fyrir stemmingunni í hópnum.

...er börnum fyrirmynd í því að taka ósigri með jafnaðargeði, taka sigri hrokalaust og sýna andstæðingum kurteisi.

Iðkandi:

...gerir alltaf sitt besta.

...virðir alltaf reglur og venjur varðandi heiðarleika (Fair Play) í íþróttum.

...sýnir öllum iðkendum virðingu, samherjum sem mótherjum.

...ber virðingu, er heiðarlegur og opinn gagnvart þjálfurum og forystufólki félagsins sem ber ábyrgð á sér við æfingar og keppni.

...forðast neikvætt tal eða niðurlægjandi köll um samherja, mótherja, dómara, þjálfara eða starfsmenn félagsins.

...kemur fram við aðra eins og hann vill að aðrir komi fram við sig.

...sýnir stundvísi við mætingar á æfingu, í keppni og í annað sem viðkemur félaginu.

...virðir ákvarðanir dómara og annarra starfsmanna leiksins eða mótsins.

...sýnir aldrei ógnandi eða ofbeldisfulla tilburði.

...ber virðingu fyrir hæfileikum og getu annarra.

...tekur ábyrgð á framförum sínum og þroska.

...er til fyrirmyndar í framkomu og hegðun innan sem utan vallar.

Yngri iðkandi:

...tekur þátt í íþróttum á eigin forsendum en ekki til að þóknast forráðamönnum eða þjálfurum.

Eldri iðkandi:

...hugsar um heilbrigði sitt, forðast að taka áhættu varðandi heilsu sína og notar aldrei ólögleg lyf til að bæta eigin árangur í íþróttum.

...er fyrirmynd yngri iðkenda félagsins.

...forðast náin samskipti við þjálfara sinn.

Foreldri / forráðamaður:

...hvetur börn til þátttöku í íþróttum, þvingar þau aldrei.

...hrósar öllum iðkendum á meðan æfingu, leik eða keppni stendur ekki aðeins sínu barni.

...hvetur iðkendur bæði þegar vel gengur og þegar á móti blæs.

...gerir ekki grín að iðkanda ef mistök eiga sér stað.

...hvetur iðkendur til að fara eftir og virða reglur íþróttanna og leysa deilur án fjandskapar eða ofbeldis.

...er börnum fyrirmynd í því að taka ósigri með jafnaðargeði, taka sigri hrokalaust og sýna andstæðingum kurteisi.

...lærir að meta þátttöku sjálfboðaliða hjá félaginu því án þeirra hefðu iðkendur ekki möguleika á að stunda æfingar og keppni með félaginu.

...ber virðingu fyrir störfum þjálfarans og reynir ekki að hafa áhrif á störf hans meðan á leik eða keppni stendur.

...lítur á dómarann sem leiðbeinanda iðkenda, gagnrýnir ekki ákvarðanir hans.

...ræðir við barn um hvernig æfing, mót eða leikur hafi gengið og hvort það hafi verið skemmtilegt eða spennandi, úrslitin eru ekki alltaf aðalatriðið.

...virðir rétt hvers iðkanda óháð kyni, kynstofni eða trúarbrögðum.

...lætur áhuga barna og ánægju af íþróttaiðkun stýra íþróttaþátttöku þeirra. Börn eiga ekki að vera í íþróttum eingöngu til að gleðja forráðamenn.

 

 

 

 


 

Lög KF

LÖG KNATTSPYRNUFÉLAGS FJALLABYGGÐAR

Lög félagsins

1. gr. Félagið heitir Knattspyrnufélag Fjallabyggðar (KF). Heimili og varnarþing félagsins er í Ægisgötu 15 Fjallabyggð. KF er aðili að UÍF, ÍSÍ og UMFÍ.
2. gr. Tilgangur félagsins er að vinna að eflingu knattspyrnu í Fjallabyggð, glæða áhuga almennings fyrir gildi íþrótta og virkja sem flesta til þátttöku í þeim. Félagið hefur iðkun íþrótta á stefnuskrá sinni. Einnig skal það vinna forvarnavinnu gegn áfengis, vímuefna og tóbaksnotkun félagsmanna sinna.
3. gr. Merki félagsins er rauður og hvítur bolti í forgrunni. Innan í miðjum bolta standa stafirnir KF með svörtum stöfum. Til hliðar við boltann eru tvær eldingar og í bakgrunni er skjöldur. Í forgrunni er nafnið Fjallabyggð.
4. gr. Keppnisbúningur félagsins skal vera blár og varabúningur félagsins skal vera hvítur.
5. gr. Félagar geta allir orðið sem lagt hafa fram skriflega inngöngubeiðni, með upplýsingum um fullt nafn, kennitölu og heimilisfang. Auk þess er stjórn heimilt að skrá aðra sem félaga innan þess ef sérstakar kringumstæður leyfa og er þá heimilt að þeir félagar verði undanþegnir félagsgjaldi.
6. gr. Félagar skulu greiða árgjald til félagsins með þeim undantekningum sem getið er í 5. gr. Skal það ákveðið á aðalfundi ár hvert. Árgjaldið rennur í aðalsjóð félagsins. Ævifélagi getur hver sá orðið er náð hefur 25 ára aldri. Gjald ævifélaga er 20.000.-krónur og er greitt í eitt skipti fyrir öll.
7. gr. Aðalfund félagsins skal halda ár hvert eigi síðar en 31. mars. Aðalfundur hefur æðsta vald innan félagsins og ákvörðunarrétt í öllum málum þess. Aðalfund skal auglýsa opinberlega með minnst viku fyrirvara. Tillögur skulu berast með minnst tveggja daga fyrirvara. Aðalfundur er löglegur ef löglega er til hans boðað.
8. gr. Dagskrá aðalfundar:
a) Formaður setur fundinn.
b) Kosning fundarstjóra og fundarritara.
c) Skýrsla stjórnar.
d) Ársreikningar lagðir fram til umræðu og samþykktar.

e) Fjárhagsáætlun kynnt.
f) Lagabreytingar og tillögur.
g) Ákvörðun árgjalda.
h) Kosning stjórnar og skoðunarmanna reikninga.
i) Kosning nefnda og fulltrúa í UÍF.

j) Ársreikningar m.fl. ráða lagðir fram til umræðu og samþykktar.
k) Fjárhagsáætlun m.fl. ráða kynnt.

l) Önnur mál.
9. gr. Einfaldur meirihluti greiddra atkvæða ræður úrslitum mála á aðalfundi. Þó öðlast lagabreytingar aðeins gildi að þær hljóti samþykki tveggja þriðju hluta þeirra sem atkvæða greiða, enda taki fullur helmingur þeirra sem á fundi eru, þátt í atkvæðagreiðslunni. Kosningar skulu vera skriflegar og leynilegar sé þess óskað. Falli atkvæði jafnt skal kosning endurtekin einu sinni. Verði þá aftur jafnt skal hlutkesti ráða.
10. gr. Allir skuldlausir félagsmenn 18 ára og eldri hafa atkvæðisrétt, málfrelsi, tillögurétt og kjörgengi til stjórnarstarfa á aðalfundi félagsins.
11. gr. Auka aðalfund má halda ef stjórn telur nauðsynlegt eða ef 10. af hundraði atkvæðisbærra félaga óska þess skriflega og tilgreina fundarefni það sem ræða skal. Auka aðalfund skal boða með sama hætti og reglulegan aðalfund. Reglur um aðalfund gilda eftir því sem við á, um auka aðalfund. Þó skulu lagabreytingar, stjórnarkjör og stofnun nýrra deilda aðeins fara fram á reglulegum aðalfundi.
12. gr. Aðalstjórn félagsins skal skipuð sjö mönnum, formanni, varaformanni, gjaldkera, ritara og þremur meðstjórnendum. Einn stjórnarmaður skal vera fulltrúi yngri iðkenda og eigi eldri en 25 ára. Formaður skal kosinn sérstaklega en að öðru leyti skiptir stjórnin sjálf með sér verkum. Kjörtímabil stjórnar er milli aðalfunda. Á aðalfundi skal einnig kjósa tvo skoðunarmenn reikninga félagsins og einn til vara. Stjórnarmenn skulu kosnir til tveggja ára í senn á víxl, þ.e.a.s. að þremur stjórnarmönnum er skipt út árlega.
13. gr. Formaður boðar til stjórnarfunda mánaðarlega eða svo oft sem hann telur nauðsynlegt eða ef einhver stjórnarmaður óskar þess. Stjórnarfundir eru löglegir ef meirihluti stjórnar er mættur. Einfaldur meirihluti atkvæða ræður úrslitum mála á stjórnarfundum. Falli atkvæði jafnt ræður atkvæði formanns.
14. gr. Stjórn skal vinna að því að efla félagið á allan hátt og gæta hagsmuna þess út á við. Hún skal einnig samræma starfsemi félagsins inn á við og hafa eftirlit með starfsemi allra flokka félagsins. Hún hefur umráðarétt yfir eignum félagsins og markar stefnu þess í öllum veigamiklum málum.
15. gr. Stjórn veitir viðurkenningar fyrir árangur eða störf í þágu félagsins, samkvæmt sérstakri reglugerð sem samþykkt skal á aðalfundi.
16. gr. Komi fram óskir meðal félagsmanna um stofnun nýrrar íþróttadeildar innan félagsins skal senda stjórn félagsins þær skriflega undirritaðar af minnst 25 atkvæðisbærra félögum. Er stjórninni þá skylt að leggja þær fyrir næsta reglulega aðalfund félagsins.
17. gr. Eigi sjaldnar en þrisvar á ári skal stjórn félagsins halda fund með formönnum ráða innan félagsins, þar sem þeir gera stjórninni grein fyrir starfsemi sinni.
18. gr. Reikningsár félagsins og ráða er almanaksárið.
19. gr. Allar eignir félagsins, hvort sem þær eru í umsjá stjórnar eða ráða, eru sameign félagsins. Verðlaunagripi og verðmæt skjöl skulu ávallt vera í vörslu stjórnar.
20. gr. Úrsögn úr félaginu skal tilkynna skriflega til stjórnar.
21. gr. Að öðru leyti gilda lög UÍF, lög ÍSÍ og lög UMFÍ.
Lög KF voru samþykkt á fyrsta aðalfundi félagsins þann 10.11.2010.

Breytingar á lögunum voru gerðar á aðalfundi félagsins árið 2011.

Breytingar á lögunum voru gerðar á aðalfundi félagsins 03.maí 2016.

 

Stjórn, ráð, og þjálfarar.

Stjórn

Róbert Haraldsson                            Formaður                     roberth@ismennt.is

Heiðar Gunnólfsson 865-2325              Varaformaður                heidar79@simnet.is

Þorvaldur Guðbjörnsson 660-4760        Gjaldkeri                       torris@simnet.is

Dagný Finnsdóttir 861-7164                Barna-og unglingastarf    dagny@fjallabyggd.is

Júlía Gunnlaugsdóttir Poulsen             Meðstjórn

Þorsteinn Sigursveinsson                   Meðstjórn

Örn Elí Gunnlaugsson                        Fulltrúi yngri iðkenda

Framkvæmdarstjóri

Róbert Haraldsson 898-7093                                                    roberth@ismennt.is

Rósa Dögg Ómarsdóttir 848-2242                                             rosa@fjallaskolar.is

 

Meistaraflokksráð karla

Þorvaldur Guðbjörnsson 660 4760    Formaður                 torris@simnet.is

Gunnlaugur Sigursveinsson                                            gerdurgulli@simnet.is

Rúnar Guðlaugsson                                                       runargud@simnet.is

Þorsteinn Þorvaldsson                                                   steini@samkaupurval.is

Ragnar Kristófer Ingason                                               ragnarkris@simnet.is

Magnús Þorgeirsson                                                     magnus@igf.is

Guðlaugur Magnús Ingason                                           fetiframar@gmail.com

Heiðar Gunnólfsson                       Fulltrúi leikmann       heidar79@simnet.is

Grétar Sveinsson

Þorsteinn Tryggvason

 

Barna og unglingaráð

Margrét Kristinsdóttir 822-8522   Formaður                         margretk@sps.is

Dagný Finnsdóttir 861-7164   Gjaldkeri/fulltrúi stjórnar           dagny@fjallabyggd.is

Aðalbjörg Snorradóttir 849-2745   Meðstjórn                         allys@simnet.is

Guðrún Sif Guðbrandsdóttir 867-4584   Meðstjórn                 skarpif@simnet.is

Júlía Gunnlaugsdóttir Paulsen 699-2383   Meðstjórn             julia78@simnet.is

Kolbrún Gunnarsdóttir 864-1552   Meðstjórn                        kolla65@gmail.com

Rósa Dögg Ómarsdóttir 848-2242  Meðstjórn                       rosa@fjallaskolar.is

 

Þjálfarar

M.fl.karla: Lárus Orri Sigurðsson       KSÍ A gráða                   866-2696

2. flokkur karla: Heiðar Torleifsson        KSÍ A gráða                     618-0317

Yfirþjálfari: Óskar Þórðarson

3. flokkur karla: Óskar Þórðarson                   5.stig                     848-6726

4. flokkur kvenna:   Rósa Dögg Ómarsdóttir         1. stig             848-2242

                               Anna Hermína Gunnarsdóttir                             848-9048

4. flokkur karla:      Óskar Þórðarson       5.stig                                 848-6726

5. flokkur karla:      Halldór Guðmundsson          1.stig                               

5. flokkur kvenna:   Rósa Dögg Ómarsdóttir     1. stig                    848-2242

                                Anna Hermína Gunnarsdóttir                           848-9048

6. flokkur karla: Halldór Guðmundsson     1.stig                                 

6. flokkur kvenna: Rósa Dögg Ómarsdóttir   1.stig                          848-2242

7. flokkur: Rósa Dögg Ómarsdóttir         1.stig                                848-2242

8. flokkur: Óskar Þórðarson + nemendur í MTR

Foreldraráð yngri flokka

3. flokkur karla

Margrét Kristinsdóttir.....móðir Kristins Tómasar

Júlía Poulsen.......móðir Viktors Freys

4. flokkur karla

 Þröstur...............faðir Vals

5. flokkur karla

Magnús Þorgeirsson....faðir Hrannars

Steina Matt.......móðir Hilmars

6. flokkur karla

Aðalsteinn Arnarsson....faðir Bjartmars

Róbert Haraldsson.....faðir Tómasar Orra

4.flokkur kvenna

Magnús Þorgeirsson..........faðir Helgu

Helga Stefánsdóttir.......móðir Tinnu

5. flokkur kvenna

Rut Jakobsdóttir.....móðir Álfheiðar Birtu

6. flokkur kvenna

Telma Birkisdóttir........móðir Önnu Brynju

Bergljót Halldórsdóttir......móðir Dómhildar

7.flokkur

Helga Stefánsdóttir...móðir Kristjáns

Eva Björk Ómarsdóttir.....móðir Ísabellu

8. flokkur

Eldra ár: Elín Kjartansdóttir......móðir Viktors.

Yngra ár: Berglind Birkisdóttir......móðir Agnars Óla.

 

 


 

Viðauki 1

Ársreikningur 2012  

 

Viðauki 2

 

fjárhagsáætlun 2013

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Drupal vefsíða: Emstrur